Freyr var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvort hann yrði með óbragð í munni þegar hann myndi hitta hana á morgun. Dómgæsla hennar í fyrrnefndum leik Íslands og Frakklands og svo sömuleiðis í viðureign Englands og Spánverja hefur vakið athygli vegna undarlegra ákvarðana.
Reyndar þótti athyglisvert að Vitulano fékk annan leik eftir dómgæsluna í leik Frakklands og Íslands.
„Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu,“ sagði Freyr. Dómarinn á morgun er frá Þýskalandi og heitir Riem Hussein og á hliðarlínunni er landa hennar Christina Biehl og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi. Sú ítalska er svo fjórði dómari.
„Hún er hérna á vegum UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt.“
Hin þýska Hussein hefur dæmt einn leik á mótinu, viðureign Hollands og Danmerkur í A-riðli sem lauk með 1-0 sigri þeirra appelsínugulu. Hún gaf þrjú gul spjöld í leiknum. Hussein, sem er 37 ára, hefur ekki áður dæmt á stórmóti en þó dæmt leiki í undankeppni stórmóta, Meistaradeild Evrópu og í þýsku bundesligunni.
Fundinn með blaðamönnum í gær má sjá hér að neðan. Freyr svarar spurningunni varðandi dómgæsluna eftir rúmar þrettán mínútur.