Fótbolti

Frábært að þurfa ekki að þrífa upp eftir sig

Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar
Ingibjörg svaraði spurningum blaðamanna í dag. Hún sagði einnig að það hefði verið áskorun fyrir hana hve mikla athygli liðið og hún hefði fengið á mótinu.
Ingibjörg svaraði spurningum blaðamanna í dag. Hún sagði einnig að það hefði verið áskorun fyrir hana hve mikla athygli liðið og hún hefði fengið á mótinu. Vísir/Tom
Ingibjörg Sigurðardóttir fékk blaðamenn á Evrópumótinu til að skella upp úr þegar hún var beðin um að lýsa því hvers hún ætti eftir að sakna að loknu Evrópumótinu. Stelpurnar okkar spila sinn síðasta leik á morgun gegn Austurríki áður en þær halda til síns heima á fimmtudag.

Ingibjörg segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt að vera með hópnum úti í Hollandi. Upp í hugann komi hve gott tempó sé á æfingum.

„Hótellífið er bara beggjað. Maður þarf ekki að þrífa neitt eftir sig,“ sagði Inibjörg á fundi með blaðamönnum í dag.

„Ef maður reynir að taka eitthvað út úr þessu er að maður er að maður lærði mikið.“

Sara Björk Gunnarsdóttir tekur undir hve skemmtilegt hafi verið á EM.

„Ekki bara stelpunum heldur líka þeim sem eru í kringum okkur. Við erum alveg ofdekraðar að vera með þessu liði. Gugga er alltaf að valda einhverjum usla í hópnum. Kaffiklúbburinn, maður mun sakna hans. Mest mun ég sakna að vera með hópnum og auðvitað þess að vera á stórmóti. Maður á að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að vera hérna og því þurfum við að njóta síðustu daganna.“

Fundinn í heild má sjá hér að neðan en spurningin var sú síðasta á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×