Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur ekki ákveðið byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun. Nokkrir leikmenn Íslands meiddust gegn Sviss og aðrir eru þreyttir. Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir fengu allar þung högg á sig í leiknum gegn Sviss.
„Eins og við sáum með Sif kláraði hún allar orkubirgðir líkamans gegn Sviss. Sjúkrateymið hefur unnið kraftaverk seinustu daga. Allir leikmenn eru leikfærir,“ sagði Freyr á fundi með blaðamönnum í Rotterdam í dag.
„Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðvunum. Þá hefur andlegt ástand mikið að segja. Hversu ferskur þú ert í höfðinu til að ná í þá orku. Þessi högg og marið í kringum rifbeinin hjá Dagnýju, hefur verið haldið í skefjum svo allir geta tekið þátt í leiknum.“
Freyr viðurkenndi að það væri púsluspil að móta byrjunarliðið fyrir morgundaginn. Hann ætti eftir að ákveða það.
„Bæði út frá líkamlegu ástandi og svo hvernig leikmenn eru mótiveraðir og andlegt ástand á þeim. Við sjáum það eftir æfinguna í kvöld.“
Sjúkrateymið gert kraftaverk í Hollandi
Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn