ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2017 13:57 Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN. Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN.
Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03
Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15
NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00
Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30