Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2017 07:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði gríðarlegan fjölda skáta í gær. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira