Dómarinn breytti vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2017 15:15 Vitulano útskýrir ákvörðun sína. Vísir/Getty Afar óvenjuleg uppákoma var í leik Englands og Spánar á EM kvenna í Hollandi í gær en þá breytti dómari vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni um hvernig reglurnar væru. Umræddur dómari er Carina Vitulano, ítalskur dómari sem var einnig við störf á leik Íslands og Frakklands og fékk mikla gagnrýni fyrir, enda vildu Íslendingar fá víti í þeim leik. Vitulano dæmdi vítaspyrnu í leiknum í gær, þegar staðan var 1-0 fyrir Englandi. Hún dæmdi hendi á enska varnarmanninn Ellen White en dró svo dóminn skyndilega til baka. Sjá einnig: Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Það gerði hún eftir að Lucy Bronze, varnarmaður Englands, benti henni á að samkvæmt reglunum ætti ekki að dæma víti þegar leikmaður fær boltann óviljandi í höndina. „UEFA sendir dómara á fundi með leikmönnum fyrir mót og þetta kom fram á þeim fundi,“ sagði Bronze í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. Hún hrósaði Vitulano fyrir að hafa hugrekki til að breyta ákvörðuninni. „Ég sá þetta gerast. Boltinn fór í fótinn hennar og svo upp í höndina. Ég sagði dómaranum þetta og hún sagði að þetta væri rétt, þetta væru hennar mistök.“ „Ég held að fáir dómarar hafi hugrekki til að viðurkenna svona og breyta dómi í svo mikilvægum leik. Spánverjarnir voru svolítið vonsviknar og pirraðar en ef þær horfa aftur á atvikið sjá þær að þetta var algert óviljaverk.“ Leiknum lauk með 2-0 sigri Englands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
Afar óvenjuleg uppákoma var í leik Englands og Spánar á EM kvenna í Hollandi í gær en þá breytti dómari vítaspyrnudómi eftir ábendingu frá leikmanni um hvernig reglurnar væru. Umræddur dómari er Carina Vitulano, ítalskur dómari sem var einnig við störf á leik Íslands og Frakklands og fékk mikla gagnrýni fyrir, enda vildu Íslendingar fá víti í þeim leik. Vitulano dæmdi vítaspyrnu í leiknum í gær, þegar staðan var 1-0 fyrir Englandi. Hún dæmdi hendi á enska varnarmanninn Ellen White en dró svo dóminn skyndilega til baka. Sjá einnig: Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Það gerði hún eftir að Lucy Bronze, varnarmaður Englands, benti henni á að samkvæmt reglunum ætti ekki að dæma víti þegar leikmaður fær boltann óviljandi í höndina. „UEFA sendir dómara á fundi með leikmönnum fyrir mót og þetta kom fram á þeim fundi,“ sagði Bronze í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. Hún hrósaði Vitulano fyrir að hafa hugrekki til að breyta ákvörðuninni. „Ég sá þetta gerast. Boltinn fór í fótinn hennar og svo upp í höndina. Ég sagði dómaranum þetta og hún sagði að þetta væri rétt, þetta væru hennar mistök.“ „Ég held að fáir dómarar hafi hugrekki til að viðurkenna svona og breyta dómi í svo mikilvægum leik. Spánverjarnir voru svolítið vonsviknar og pirraðar en ef þær horfa aftur á atvikið sjá þær að þetta var algert óviljaverk.“ Leiknum lauk með 2-0 sigri Englands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11 Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00 Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00 Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Nældi í gult spjald á fyrirliða Frakka eftir aðeins 17 mínútna leik Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður íslenska landsliðsins, mætir óhrædd til leiks í sinn fyrsta leik á stórmóti. 18. júlí 2017 19:11
Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti. 18. júlí 2017 14:00
Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi? Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins var skiljanlega ósáttur eftir 0-1 tap gegn Frakklandi í kvöld en ódýr vítaspyrna dæmd undir lok leiksins réði úrslitum. 18. júlí 2017 21:00
Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. 22. júlí 2017 18:28