Líkur á breyttu byrjunarliði en ekki breytinganna vegna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 12:00 Byrjunarliiðið í fyrsta leiknum gegn Frakklandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur í leiknum gegn Sviss. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira