Líkur á breyttu byrjunarliði en ekki breytinganna vegna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 12:00 Byrjunarliiðið í fyrsta leiknum gegn Frakklandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur í leiknum gegn Sviss. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Freyr Alexandersson segir koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag. Leik sem skiptir engu máli nema fyrir stolt íslenska liðsins. Skýr krafa sé að ljúka mótinu af krafti og með stolti. „Við erum að fara að spila til að vinna, númer 1, 2 og 3,“ sagði Freyr um hvað hann vildi sjá og ætlaði sér að gera í lokaleiknum gegn Sviss. „Það eina sem er í kollinum á mér er að vinna. Fara út úr þessu móti með sigri. Ég mun taka afstöðu með hverjar byrja út frá líkamlegu og andlegu ástandi leikmanna.“ Freyr ræðir við fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðann Guðbjörgu Gunnarsdóttur á æfingu liðsins í gær.Vísir/Tom Aflýsti hittingi með þreyttum leikmönnum Greinilegt er að mikil þreyta er í íslenska hópnum, andlega sem líkamlega, en það var ástæða þess að Freyr afboðað hitting leikmanna með blaðamönnum í morgun. Þess í stað mætti hann sjálfur með þjálfarateyminu og ræddi við blaðamenn. „Við viljum fara út úr þessu móti sem sigurvegarar,“ sagði Freyr. „Við lifum í núinu. Þessi leikur telur mikið fyrir okkur.“ Hugsar hann til þess að leikmenn þurfi á því að halda að vinna leik, fyrir sig og fyrir stuðningsmennina. Hann ætlar ekki að gera breytingar á liðinu bara til að gera breytingar. Hann velji sterkasta liðið út frá því hvaða leikmenn séu klárir í slaginn, andlega og líkamlega. Hólmfríður Magnúsdóttir átti fína innkomu gegn Sviss og þá vilja margir sjá Söndru Maríu Jessen fá tækifæri. „Þær gætu byrjað, þótt við ætlum okkur að vinna. Það er ekki útilokað að þær byrji leikinn. Ég treysti þessum 23 öllum til að byrja. Það kemur sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliðinu.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen gætu mögulega fengið mínútur gegn Austurríki.Vísir/Tom Skýr krafa að ljúka mótinu með stolti Freyr gæti þurft að gera breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Dagný Brynjarsdóttir var ekki heil heilsu fyrir mótið og fékk sóla í kviðinn gegn Sviss og er bólginn. Dagný er samt lykilmaður í byrjunarliðinu og ljóst að mikið þarf að gerast til að hún byrji ekki. Sömu sögu er að segja um Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða sem meiddist gegn Sviss en reiknar með því að verða klár í slaginn á miðvikudaginn. Þá fékk Sif Atladóttir hné í læri og var aum á æfingu liðsins í gær. En sama hvaða ellefu byrja leikinn þá er markmiðið ljóst. „Það er skýr krafa að ljúka mótinu með stolti og fullum krafti.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira