Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 08:42 Margar spurningar brenna á vörum þingmanna sem þeir vilja að Jared Kushner svari. Vísir/EPA Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48