Slegist um alla iðnnema Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira