HM í sundi er haldið í Búdapest í Ungverjalandi í ár og eigum við Íslendingar keppendur á mótinu.
Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synda fyrir Íslands hönd á mótinu.
Bryndís Rún keppti í morgun í 100m flugsundi og synti á 1:01,32 mín og varð í 32. sæti af 50 keppendum í undanrásunum.
Besti tími Bryndísar er 1:00,33 mín en Íslansmetið er tími Söru Blake Bateman 0:59,87mín sem hún setti á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Á morgun mun Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í 100m bringusundi klukkan 10:00. Dagskrá mótsins má finna hér.
