Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2017 18:28 Freyr á hliðarlínunni í leiknum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. „Það er sárt að tapa. Þessi leikur var svolítið uppi í loft. Þessar tafir og svona,“ sagði Freyr í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var skrítinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik, hann var úti um allt. Ég er ekki ánægður með það,“ bætti Freyr við en frammistaða rússneska dómarans, Anastasiu Pustovoitova var ekki til útflutnings. Sviss er með frábæra leikmenn innan sinna raða eins og Lönu Dickenmann og Ramonu Bachmann sem skoruðu mörk liðsins. „Það var margt sem við gátum gert betur. Í heildina var hugarfarið í lagi en einstaklingsframtök í liði andstæðinganna fóru illa með okkur,“ sagði Freyr sem var ekki sáttur með varnarleikinn í mörkunum sem Ísland fékk á sig. „Eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk var ýmislegt að. Þetta var ekki nógu gott og grundvallaratriði sem klikkuðu og á móti svona leikmönnum er þér refsað.“ Ísland á enn möguleika á að komast áfram þótt staðan sé erfið. Íslenska liðið þarf nú að treysta á að Frakkar vinni Austurríkismenn í kvöld. „Við eigum ennþá möguleika. Það er leikur í kvöld og við sjáum til hvernig hann fer. Nú þurfum við að treysta á aðra og örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Það er staða sem ég vildi ekki vera í. Við jöfnum okkur í kvöld og mætum til Rotterdam til að vinna og vonandi eigum við ennþá möguleika þá,“ sagði Freyr.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39 Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. 22. júlí 2017 16:39
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. 22. júlí 2017 18:09
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53