Systurnar földu tárin undir sólgleraugunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2017 09:30 Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru úti í Hollandi að horfa á íslenska landsliðið. Mynd úr einkasafni Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mættar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni, og allir mættir til að styðja stelpurnar okkar. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru hins vegar af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frábærir,“ segir Margrét Lára. Hún minnist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009 en nú eru um þrjú þúsund manns í Hollandi.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í Hollandi að styðja félaga sína í landsliðinu.Mynd/Björn G. Sigurðsson„Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitanlega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mánuðum síðar sleit markadrottningin krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir það líka lærdómsríkt að kynnast því að vera hinum megin við borðið. „Ég held að maður læri ofboðslega mikið af því. Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á leiknum en það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem þær sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru duglegar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið og stundirnar góðar. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjölskyldan,“ segir Elísa. Margrét bætir við: „Það er forvitnilegt að fá að vera hinum megin við borðið. Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir Margrét Lára. Tekur hún þar af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu en Margrét verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu bestu verstu úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir Margrét og talar af reynslu. Hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem markaði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna okkar sem sér ekki fyrir endann á. Tíu árum síðar eru þær stoltar af því hvar landsliðið er statt og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklandsleiknum í vikunni hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Margrét. Liðið hafi eflaust verið aðeins stressað gegn Frökkum, ekki náð að halda boltanum nógu vel innan liðsins sem verði eflaust betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“Margrét Lára spjallaði við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en þeir eru mættir til Hollands og senda þátt sinn út frá Doetinchem. EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Þó að krossbandsslit hafi slökkt í EM draumi systranna Elísu og Margrétar Láru Viðarsdætra eru Eyjameyjarnar engu að síður mættar til Hollands þar sem þær dvelja í sumarhúsabyggð með hátt í þrjátíu manns úr fjölskyldunni, og allir mættir til að styðja stelpurnar okkar. Systrunum fannst erfitt að vera í stúkunni í leiknum gegn Frakklandi. „Mér fannst það mjög erfitt þótt við höfum báðar undirbúið okkur mjög vel. Ég setti upp sólgleraugun í þjóðsöngnum,“ segir Margrét Lára. Tárin voru hins vegar af tvennu tagi. „Bæði er maður svekktur yfir að vera ekki að spila og svo var maður grátandi smá gleðitárum, og nú hljóma ég eins og hundrað ára, en ég er búin að vera í þessu í fimmtán ár og sjá hvað við Íslendingar erum frábærir,“ segir Margrét Lára. Hún minnist þess að fimmtíu manns hafi fylgt liðinu á EM í Finnlandi 2009 en nú eru um þrjú þúsund manns í Hollandi.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru báðar í Hollandi að styðja félaga sína í landsliðinu.Mynd/Björn G. Sigurðsson„Að hafa fengið að fara þennan stiga með liðinu, maður fyllist svo miklu stolti. Maður veit að ásamt fleiri leikmönnum á maður smá þátt í því og það er gaf manni óneitanlega mikla gleði líka.“ Elísa, sem er 26 ára varnarmaður, sleit krossband í vináttulandsleik gegn Hollandi í apríl. Tveimur mánuðum síðar sleit markadrottningin krossband í leik í Pepsi-deild kvenna. Í báðum tilfellum varð fljótlega ljóst að þær yrðu ekki með á EM. Elísa segir það líka lærdómsríkt að kynnast því að vera hinum megin við borðið. „Ég held að maður læri ofboðslega mikið af því. Þetta er eitthvað sem mótíverar mann í endurhæfingunni. Maður einhvern veginn er ofboðslega viljugur að gera þetta vel og koma sterkari til baka,“ segir Elísa. Hún setti sömuleiðis upp sólgleraugun á leiknum en það eru ekki bara stundirnar á vellinum sem þær sakna. Stelpurnar í landsliðinu eru duglegar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lífið á hótelinu er skemmtilegt, mikið hlegið og stundirnar góðar. „En við eigum líka frábærar stundir hérna saman fjölskyldan,“ segir Elísa. Margrét bætir við: „Það er forvitnilegt að fá að vera hinum megin við borðið. Nú vitum við hvað þau verða að gera á HM eftir tvö ár þegar við verðum í harkinu á vellinum,“ segir Margrét Lára. Tekur hún þar af allan vafa um hvort hún hyggi á endurkomu en Margrét verður 31 árs síðar í mánuðinum. Þær eru bjartsýnar fyrir leikinn gegn Sviss í dag. Margrét minnir á að 1-0 tap gegn Frakklandi séu bestu verstu úrslitin sem hægt var að fá. „Ég sé ekki mörg lið fara svona í gegnum Frakklandsleiki,“ segir Margrét og talar af reynslu. Hún skoraði óvænt sigurmark gegn Frökkum árið 2007 í leik sem markaði upphafið að EM ævintýrum stelpnanna okkar sem sér ekki fyrir endann á. Tíu árum síðar eru þær stoltar af því hvar landsliðið er statt og Elísa segir varnarfærslurnar í Frakklandsleiknum í vikunni hafa verið svo til upp á tíu. „Það eina sem vantaði var smá heppni upp við markið,“ segir Margrét. Liðið hafi eflaust verið aðeins stressað gegn Frökkum, ekki náð að halda boltanum nógu vel innan liðsins sem verði eflaust betra gegn Sviss. „Ég held við séum að fara að vinna þennan leik, ég er eiginlega viss um það.“Margrét Lára spjallaði við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun en þeir eru mættir til Hollands og senda þátt sinn út frá Doetinchem.
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira