Ein fallegasta keppnisbrautin fyrir þríþraut í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2017 09:00 Kandadíska þríþrautarkonan Heather Wurtele er ein sú besta í heiminum og hún hefur titil að verja frá því í fyrra. Mynd/Arnold Björnsson Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira