Líkur á að Sísí fríkar út verði spilað vinnist sigur á Sviss Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur bara gaman af tilvísunum í að Sísí fríki út. Vísir/Tom Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Sport Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira