Sara Björk stendur nú ein eftir Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir talar hér við fjölskyldu og vini sína í stúkunni eftir leikinn á móti Frakklandi. Hún setti met í þessum leik. Vísir/Vilhelm Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti