Sara Björk stendur nú ein eftir Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir talar hér við fjölskyldu og vini sína í stúkunni eftir leikinn á móti Frakklandi. Hún setti met í þessum leik. Vísir/Vilhelm Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira