Undirbýr sig fyrir Domino´s deildina með því að spila við NBA-stórstjörnur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Antonio Hester. Vísir/Anton Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Antonio Hester mætir aftur í Domino´s deildina í körfubolta í haust þar sem hann ætlar að taka annað tímabil með Tindastól. Hann undirbýr sig að kappi fyrir átökin á Íslandi. Antonio Hester hefur að undanförnu spilað körfubolta á móti góðum leikmönnum í Miami Pro deildinni í Bandaríkjunum. Þar fékk hann að mæta sig á móti NBA-stjörnum eins og James Harden og John Wall en báðir eru þeir lykilmenn í sínum NBA-liðum og tveir af áhugaverðari leikmönnum NBA-deildarinnar. „Þetta var frábær upplifun og ég lærði margt um sjálfan mig og hvar minn leikur stendur,“ sagði Antonio Hester í viðtali við karfan.is sem kannaði stöðuna á kappanum. James Harden, sem er 27 ára gamall og leikur með Houston Rockets, var annar í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 29,1 stig, 11,2 fráköst og 8,1 frákast að meðaltali í leik. John Wall, sem er 26 ára gamall og leikur með Washington Wizards, var sjöundi í kjörinu á leikmanni ársins í NBA á síðustu leiktíð þar sem hann var með 23,1 stig, 10,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Antonio Hester, sem er fæddur árið 1990 eða sama ár og Wall og einu ári á eftir Harden, var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Hester segist mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Skagafjörðinn og að Tindastóll eigi góða möguleika á að vinna titilinn á komandi tímabili. Til þess þurfi þeir þó að standa saman sem lið og halda einbeitingu í gegnum tímabilið. Enn frekar að þeir verði að standa saman og trúa á hvorn annan,“ segir í fréttinni um Hester á heimasíðu karfan.is. Last night was "MAD LIT" ya heard! Had the opportunity to guard MVP runner up @jharden13 and All-Star @johnwall!!!! By far the toughest matchups this summer.... but once again I took the matchup like a man and got the W #HoopersDream #BodyInTheTrunk @hoopersdream #BigHess #MiamiPro #ThisIsMIAMIPRO photocred: @slrkns A post shared by Antonio Hester (@official_big_hess_) on Aug 2, 2017 at 5:01pm PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira