Stóriðju- og virkjanaárátta – stríð á hendur ósnortnum víðernum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tómas Guðbjartsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun