Eru bara 4,6 prósent lífeyrisþega í fátækt? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun