Erlent

Fjórir ákærðir fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr Hvíta húsinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jeff Sessions dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Jeff Sessions dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Fjórir einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að leka upplýsingum úr Hvíta húsinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag.

Þeir ákærðu eru grunaðir um að hafa greint frá trúnaðarupplýsingum og leynt samskiptum sínum við leyniþjónustur annarra landa.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt Sessions fyrir að sýna ekki næga hörku þegar kemur að slíkum lekum. Á blaðamannafundinum í dag sagði Session að ríkisstjórn sem ekki geti rætt frjálslega í trúnaði við aðra þjóðarleiðtoga væri óstarfhæf. 

„Ég er mjög sammála forsetanum og fordæmi þennan gríðarlega fjölda leka sem grafa undan getu ríkisstjórnar okkar til að vernda landið,“ sagði Sessions

Hann sagði einnig að lekum á trúnaðarupplýsingum hefði fjölgað mjög síðustu mánuði og að frá byrjun árs hafi fjöldi rannsókna á lekamálum þrefaldast.


Tengdar fréttir

Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI

Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton.

Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda

Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa.

Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum

Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×