Fjórir Íslendingar inn á topp tíu eftir fyrsta dag heimsleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 08:15 Annie Mist Þórisdóttir sigraði á heimsleikunum árið 2011 og 2012. Hún er sá einstaklingur sem oftast hefur unnið grein á leikunum. Mynd/Fésbókarsíða The CrossFit Games Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017 CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Þrjár greinar fóru fram á fyrsta degi heimsleikanna í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og eru fjórir íslenskir keppendur í toppbaráttunni eftir fyrsta daginn af fjórum. Björgvin Karl Guðmundsson stendur best að vígi af íslenska keppnisfólkinu en hann er í fjórða sætinu í karlaflokki. Björgvin Karl er með 222 stig eða 38 stigum minna en Matthew Fraser sem er í toppsætinu. Björgvin er aftur á móti 24 stigum frá öðru sætinu en þar situr Jonne Koski. Björgvin Karl endaði í 4. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 5. sæti í annarri grein (hjólakross) og svo í 11. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem hét Amanda .45. Þar var á ferðinni tímagrein með 13-11-9-7-5 endurtekningum af upphífingum og hnébeygjum. Þrjár íslenskar konur eru líka inn á topp tíu og sú fjórða situr síðan ekki langt á eftir í sextánda sætinu eftir þessar fyrstu þrjár greinar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst af íslensku stelpunum en hún er í 5. til 6. sæti ásamt Tennil Reed-Beuerlein. Sara er með 204 stig en hún varð í 7. sæti í fyrstu grein (hlaup-sund-hlaup), í 6. sæti í annarri grein (Hjólakross) og svo í 12. sætinu í þriðju og síðustu grein dagsins sem voru upphífingar og hnébeygjur. Tia-Clair Toomey og Samantha Briggs eru jafnar í efsta sætinu með 262 stig hvor eða 58 stigum meira en Ragnheiður Sara. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 8. sæti með 172 stig sem þýðir að ríkjandi meistari er þegar orðin 90 stigum á eftir efstu konum. Katrín Tanja var bara í 44. sæti í þriðju grein dagsins sem byggðist upp á upphífingum og hnébeygjum. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 10. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er í 16. sætinu..@IcelandAnnie continues to move up in the pack in the final women's heat of women's Cyclocross. https://t.co/uZ15QPhelipic.twitter.com/7fFmKndY4X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 3, 2017
CrossFit Tengdar fréttir Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03 Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16 Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45 Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Sara fljótust af íslensku stelpunum í fyrstu grein heimsleikanna Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna í kvennaflokki í fyrstu greininni á heimsleikunum í crossfit. 3. ágúst 2017 15:03
Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin. 3. ágúst 2017 15:16
Sara: Má ekkert borða af þessu góða dóti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur í kvöld sína þriðju tilraun til að vera hraustasta kona heims en þá hefst keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 13:45
Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. 3. ágúst 2017 09:30