Handbolti

Færir sig um set til Kaupmannahafnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eva Björk varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Gróttu áður en hún fór út í atvinnumennsku.
Eva Björk varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Gróttu áður en hún fór út í atvinnumennsku. vísir/vilhelm
Handboltakonan Eva Björk Davíðsdóttir er gengin í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Ajax Köbenhavn frá Sola í Noregi. Hún skrifaði undir eins árs samning við Ajax Köbenhavn.

Eva Björk, sem er 23 ára gamall leikstjórnandi, fór til Sola fyrir síðasta tímabil eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Gróttu í tvígang.

Ajax Köbenhavn vann 1. deildina í Danmörku á síðasta tímabili og vann sér sæti í úrvalsdeildinni.

„Þegar þetta kom upp var það mjög spennandi, þetta er ungt lið þar sem ég mun vera vonandi í stóru hlutverki í deild sem er með þeim betri í heiminum. Þetta er bara frábært tækifæri,“ sagði Eva Björk við mbl.is í dag.

Eva Björk hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Ísland og skorað þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×