Vanvirt helgi Helgi Þorláksson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarður, er kominn mjög til ára sinna og lítið notaður. Fram er komin hugmynd um að skapa líf í garðinum með því að reisa hótel í honum miðjum og mæta þannig sívaxandi eftirspurn erlendra ferðamanna eftir spennandi hótelkosti. Hótelið yrði fellt vel að umhverfi sínu og áhersla lögð á tengsl við fortíðina. Þegar grafið verður fyrir húsinu má búast við að upp komi mannabein sem yrðu þá tekin til rannsóknar og látin varpa ljósi á lífskjör fólks. Mikilvægast er hvað kirkjugarðurinn er snotur og hversu ánægjulegt yrði fyrir gesti að njóta þar þjónustu og fræðast um leið um garðinn og fortíðina. Flestum mun virðast það sem hér er sagt heldur fáránlegt, ekki síst þeim sem fara árlega að gröf Jóns Sigurðssonar, 17. júní (hann dó 1879). Enda er þetta tilbúningur. Þetta er þó ekki út í hött þegar litið er til þess að núna hafa verið grafin upp bein í gamla kirkjugarðinum í Kirkjustræti, svonefndum Víkurgarði, til að rýma fyrir hóteli. Beinin hafa verið tekin til rannsóknar, þar á meðal allt að 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum og mikið af öðrum mannabeinum, eftir því sem spurst hefur. Aðkoma að hótelinu verður um kirkjugarðinn, nánar tiltekið Fógetagarðinn, og á teikningum er sýnt hvar gestir geta neytt veitinga úti við í garðinum. Þeir sem standa að byggingu þessa 160 herbergja hótels segja að lögð verði áhersla á að fella það að umhverfi sínu og gætt verði vel að tengslum við fortíðina. Vantar bara að nafnið verði Hotel Skeleton. Beinin voru grafin upp í fyrra í þeim hluta garðsins sem mun hafa verið bætt við litlu fyrir 1823 en yngri garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Jafnan er talið að þá hafi jarðsetningu að mestu verið hætt í Víkurgarði en þó finnast yngri dæmi, seinast frá 1883. Enginn aflaði gagna til að reyna að varpa ljósi á bein hvaða einstaklinga það voru sem upp voru grafin en kirkjubækur frá tímanum 1823 til 1838 ættu að geta veitt vísbendingar um það. Þetta gætu verið langafar og langömmur núlifandi fólks. Dæmi: Kona jarðsett um 1835 við Kirkjustræti kann að hafa dáið frá ungri dóttur sem eignaðist son 1875 og hann aftur barn 1925 sem gæti verið enn á lífi. Þetta væru aðeins þrír liðir frá konunni sem kann að hafa verið grafin 1835, hún væri þá langamma núlifandi manns. Flestum mun þykja ankannalegt að grafin séu upp bein langömmu þeirra og sett í geymslu án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Árið 1966 var ekki leyft að reisa hús í gamla kirkjugarðinum við Kirkjustræti og átti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður þátt í þessu banni. Í fyrra voru bein hins vegar fjarlægð frá sama stað og borið við að þyrfti að rannsaka þau og varpa ljósi á lífskjör. Ástæður til að grafa upp bein til rannsóknar úr þekktum kirkjugörðum frá seinni tímum þurfa að vera brýnar, til þess þarf skýrar rannsóknarspurningar og rök og má nefna nokkur sjónarmið. Þetta er stundum leyft í útlöndum, t.d. þegar leikur grunur á um morð og bein eru þá rannsökuð, svo sem til að kanna hvort eitur hafi verið gefið. Eða þá að sérstakur sjúkdómur hafi orðið hinum liðna að aldurtila og læknum þyki akkur í að kanna beinin þess vegna. Að lokinni rannsókn er beinunum jafnan komið fyrir aftur á sínum stað. En engin sérstök rannsóknarrök voru til þess að grafa upp beinin í Kirkjustræti enda eru til margvíslegar heimildir um almenn lífskjör fólks á 19. öld. Það þurfti bara að koma fyrir hóteli og græða á ferðamönnum. Umræddum beinum ætti helst að koma fyrir aftur í gröfum sínum og setja viðeigandi minningarmark yfir. Stundum finnast fornir kirkjugarðar þar sem enginn átti von á þeim og engin leið að vita bein hverra það eru sem birtast. Þar eru þá venjulega jarðneskar leifar frá tímum í Íslandssögunni þar sem lítið er vitað um lífskjör og forvitnilegt getur verið að kanna beinin þess vegna. Það er annað mál. En sjaldgæft mun vera eða einsdæmi að reist sé hús þar sem vitað er fyrirfram að var kirkjugarður. Slíka ósvinnu leyfa Reykvíkingar sér og helgast helst af því að skortir umræðu og vitund um hvað sé við hæfi og hvað sé óhæfa. Á meðan svo er leyfa menn sér margt. Leitt er að tilheyra þeim kynslóðum sem heimilað hafa spjöll í Víkurgarði. En fyrir það má bæta, með því að marka austurmörk hins gamla kirkjugarðs við Kirkjustræti. Þar fyrir vestan og í gjörvöllum gamla Víkurgarði ætti að rækta fagran garð og búa þannig um að hann minni á gamalt hlutverk sitt með skýrum hætti. Þeim sem yrðu að hverfa frá áformum um að græða þarna á hótelrekstri munu bjóðast færi til þess annars staðar.Höfundur er professor emiritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarður, er kominn mjög til ára sinna og lítið notaður. Fram er komin hugmynd um að skapa líf í garðinum með því að reisa hótel í honum miðjum og mæta þannig sívaxandi eftirspurn erlendra ferðamanna eftir spennandi hótelkosti. Hótelið yrði fellt vel að umhverfi sínu og áhersla lögð á tengsl við fortíðina. Þegar grafið verður fyrir húsinu má búast við að upp komi mannabein sem yrðu þá tekin til rannsóknar og látin varpa ljósi á lífskjör fólks. Mikilvægast er hvað kirkjugarðurinn er snotur og hversu ánægjulegt yrði fyrir gesti að njóta þar þjónustu og fræðast um leið um garðinn og fortíðina. Flestum mun virðast það sem hér er sagt heldur fáránlegt, ekki síst þeim sem fara árlega að gröf Jóns Sigurðssonar, 17. júní (hann dó 1879). Enda er þetta tilbúningur. Þetta er þó ekki út í hött þegar litið er til þess að núna hafa verið grafin upp bein í gamla kirkjugarðinum í Kirkjustræti, svonefndum Víkurgarði, til að rýma fyrir hóteli. Beinin hafa verið tekin til rannsóknar, þar á meðal allt að 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum og mikið af öðrum mannabeinum, eftir því sem spurst hefur. Aðkoma að hótelinu verður um kirkjugarðinn, nánar tiltekið Fógetagarðinn, og á teikningum er sýnt hvar gestir geta neytt veitinga úti við í garðinum. Þeir sem standa að byggingu þessa 160 herbergja hótels segja að lögð verði áhersla á að fella það að umhverfi sínu og gætt verði vel að tengslum við fortíðina. Vantar bara að nafnið verði Hotel Skeleton. Beinin voru grafin upp í fyrra í þeim hluta garðsins sem mun hafa verið bætt við litlu fyrir 1823 en yngri garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Jafnan er talið að þá hafi jarðsetningu að mestu verið hætt í Víkurgarði en þó finnast yngri dæmi, seinast frá 1883. Enginn aflaði gagna til að reyna að varpa ljósi á bein hvaða einstaklinga það voru sem upp voru grafin en kirkjubækur frá tímanum 1823 til 1838 ættu að geta veitt vísbendingar um það. Þetta gætu verið langafar og langömmur núlifandi fólks. Dæmi: Kona jarðsett um 1835 við Kirkjustræti kann að hafa dáið frá ungri dóttur sem eignaðist son 1875 og hann aftur barn 1925 sem gæti verið enn á lífi. Þetta væru aðeins þrír liðir frá konunni sem kann að hafa verið grafin 1835, hún væri þá langamma núlifandi manns. Flestum mun þykja ankannalegt að grafin séu upp bein langömmu þeirra og sett í geymslu án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Árið 1966 var ekki leyft að reisa hús í gamla kirkjugarðinum við Kirkjustræti og átti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður þátt í þessu banni. Í fyrra voru bein hins vegar fjarlægð frá sama stað og borið við að þyrfti að rannsaka þau og varpa ljósi á lífskjör. Ástæður til að grafa upp bein til rannsóknar úr þekktum kirkjugörðum frá seinni tímum þurfa að vera brýnar, til þess þarf skýrar rannsóknarspurningar og rök og má nefna nokkur sjónarmið. Þetta er stundum leyft í útlöndum, t.d. þegar leikur grunur á um morð og bein eru þá rannsökuð, svo sem til að kanna hvort eitur hafi verið gefið. Eða þá að sérstakur sjúkdómur hafi orðið hinum liðna að aldurtila og læknum þyki akkur í að kanna beinin þess vegna. Að lokinni rannsókn er beinunum jafnan komið fyrir aftur á sínum stað. En engin sérstök rannsóknarrök voru til þess að grafa upp beinin í Kirkjustræti enda eru til margvíslegar heimildir um almenn lífskjör fólks á 19. öld. Það þurfti bara að koma fyrir hóteli og græða á ferðamönnum. Umræddum beinum ætti helst að koma fyrir aftur í gröfum sínum og setja viðeigandi minningarmark yfir. Stundum finnast fornir kirkjugarðar þar sem enginn átti von á þeim og engin leið að vita bein hverra það eru sem birtast. Þar eru þá venjulega jarðneskar leifar frá tímum í Íslandssögunni þar sem lítið er vitað um lífskjör og forvitnilegt getur verið að kanna beinin þess vegna. Það er annað mál. En sjaldgæft mun vera eða einsdæmi að reist sé hús þar sem vitað er fyrirfram að var kirkjugarður. Slíka ósvinnu leyfa Reykvíkingar sér og helgast helst af því að skortir umræðu og vitund um hvað sé við hæfi og hvað sé óhæfa. Á meðan svo er leyfa menn sér margt. Leitt er að tilheyra þeim kynslóðum sem heimilað hafa spjöll í Víkurgarði. En fyrir það má bæta, með því að marka austurmörk hins gamla kirkjugarðs við Kirkjustræti. Þar fyrir vestan og í gjörvöllum gamla Víkurgarði ætti að rækta fagran garð og búa þannig um að hann minni á gamalt hlutverk sitt með skýrum hætti. Þeim sem yrðu að hverfa frá áformum um að græða þarna á hótelrekstri munu bjóðast færi til þess annars staðar.Höfundur er professor emiritus.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun