Körfubolti

Viðurkennir að hann sé „Númeraperri“ landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Andri Marinó
Það styttist óðum í íslenska karlalandsliðið í körfubolta spili sinni fyrsta leik á Eurobasket 2017 en í dag eru aðeins sextán dagar í fyrsta leikinn í Helsinki sem er á móti Grikkjum.

Karfan.is hefur verið að telja niður í mótið og bauð af því tilefni upp á skemmtilega samantekt á því af hverju sumir leikmenn íslenska liðsins spila í óvenjulegum treyjunúmerum.

Talað við landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson, Brynjar Þór Björnsson, Hauk Helga Pálsson, Martin Hermannsson, Tryggva Snæ Hlinason og Ólaf Ólafsson.

Sumri eru að spila í númerum sínum til heiðurs fæðingarári sínu, til heiðurs gamals liðsfélaga eða til heiðurs eina NBA-leikmanns Íslands. Aðrir fengu ekki sín númer vegna „reynsluleysis“ með landsliðinu og fundu sér þá ný númer.

Bakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson  viðurkenndi að vera hálfgerður „Númeraperri" eins og hann orðaði það.  „Ég er búinn að vera mikill númera perri undanfarin ár. Ég var númer 3 þegar ég fór til Spánar og hef haldið mig við það. Threepeat var mikið í umræðunni þegar ég var í KR það ár og þess vegna ákvað ég að taka 3 þegar ég fór frá KR,“ sagði Ægir Þór Steinarsson í viðtali við karfan.is.

Tryggvi Snær Hlinason spilar númer 34 í landsliðinu en treyja númer fimmtán var upptekin.  

„Ég er í 34 vegna þess að Pétur Guðmundsson var í því númeri en ég ætla mér að finna mér númer fyrir mig sjálfan á næsta ári.  Ég væri að öðrum kosti í treyju númer 15 en það verður örugglega upptekið lengi," sagði Tryggvi Snær Hlinason í viðtali við karfan.is.

Það má síðan sjá viðtölin við strákana með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×