Friðrik Þór, Heiðmar og Sveinn Friðrik til SFS Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2017 10:20 Friðrik Þór Gunnarsson, Heiðmar Guðmundsson og Sveinn Friðrik Sveinsson. SFS Friðrik Þór Gunnarsson hagfræðingur og Heiðmar Guðmundsson lögmaður hafa verið ráðnir til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá hefur Sveinn Friðrik Sveinsson verðbréfamiðlari verið ráðinn fjármálastjóri SFS. Þetta kemur fram á heimasíðu SFS. Friðrik Þór er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og segir á heimasíðu SFS að Friðrik muni sinna vinnu við hagfræðilegar greiningar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, ásamt ýmsu öðru, svo sem við kjaramál og lagafrumvörp. Áður hefur hann starfað á fjármálasviði Skeljungs og er núverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Verkefni Heiðmars munu meðal annars lúta að lögfræðilegri ráðgjöf, samningagerð, vinnslu álitsgerða og umsagna, alþjóðlegu samstarfi á sviði vinnuréttarmála tengdum sjávarútvegi og aðstoð við félagsmenn. „Heiðmar er með BA og ML gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hann starfaði sem lögmaður hjá CATO lögmönnum frá árinu 2011. Heiðmar hefur nokkra reynslu af sjómannsstörfum, en á sínum yngri árum starfaði hann sem háseti á uppsjávarskipi og einnig á frystitogara,“ segir í heimasíðunni. Sveinn Friðrik er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum. „Sveinn Friðrik var áður fjármálastjóri hjá Bílanausti. Á árunum 2011-2014 starfaði hann sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu. Þar áður sem verðbréfamiðlari hjá Saga fjárfestingabanka, forstöðumaður fjárstýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka og forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka. Sveinn Friðrik hefur verið fjallabjörgunarmaður hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu frá árinu 2000,“ segir í fréttinni. Ráðningar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Friðrik Þór Gunnarsson hagfræðingur og Heiðmar Guðmundsson lögmaður hafa verið ráðnir til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá hefur Sveinn Friðrik Sveinsson verðbréfamiðlari verið ráðinn fjármálastjóri SFS. Þetta kemur fram á heimasíðu SFS. Friðrik Þór er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og segir á heimasíðu SFS að Friðrik muni sinna vinnu við hagfræðilegar greiningar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins, ásamt ýmsu öðru, svo sem við kjaramál og lagafrumvörp. Áður hefur hann starfað á fjármálasviði Skeljungs og er núverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Verkefni Heiðmars munu meðal annars lúta að lögfræðilegri ráðgjöf, samningagerð, vinnslu álitsgerða og umsagna, alþjóðlegu samstarfi á sviði vinnuréttarmála tengdum sjávarútvegi og aðstoð við félagsmenn. „Heiðmar er með BA og ML gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hann starfaði sem lögmaður hjá CATO lögmönnum frá árinu 2011. Heiðmar hefur nokkra reynslu af sjómannsstörfum, en á sínum yngri árum starfaði hann sem háseti á uppsjávarskipi og einnig á frystitogara,“ segir í heimasíðunni. Sveinn Friðrik er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum. „Sveinn Friðrik var áður fjármálastjóri hjá Bílanausti. Á árunum 2011-2014 starfaði hann sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu. Þar áður sem verðbréfamiðlari hjá Saga fjárfestingabanka, forstöðumaður fjárstýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka og forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka. Sveinn Friðrik hefur verið fjallabjörgunarmaður hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu frá árinu 2000,“ segir í fréttinni.
Ráðningar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira