Framtíð menntakerfisins: Við getum fjölgað kennurum Jóhanna Einarsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 15:41 Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar með reglulegu millibili flutt fréttir af yfirvofandi kennaraskorti í landinu. Ekki bólar þó á að eitthvað verði gert til að bregðast við vandanum. Þessi staða er alvarlegri en svo að við getum leyft okkur að horfa í hina áttina og gera ráð fyrir að „þetta reddist“. Gott menntakerfi er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Ef ekki fást kennarar til að starfa í skólum landsins þá grotnar menntakerfið innan frá. Ef fram fer sem horfir blasir við mikill skortur á grunnskólakennurum á næstu áratugum og nú þegar vantar um 1300 leikskólakennara og fer sú tala hækkandi. Skýringar á þessari stöðu eru fjölmargar og má þar nefna neikvæða umræðu um kennara og kennarastarfið. Einnig hefur ungt fólk í dag mun fleiri valkosti um nám en áður.Finnska menntakerfið Vestrænar þjóðir hafa gjarnan litið til finnska menntakerfisins sem fyrirmyndar. Það höfum við Íslendingar líka gert. Við nýlega endurskoðun á kennaranáminu við Háskóla Íslands hefur m.a. verið litið til finnskra háskóla. Menntun skipar mikilvægan sess í ímynd finnsku þjóðarinnar og Finnar eru meðvitaðir um mikilvægi menntakerfisins fyrir framþróun samfélagsins. Stjórnmálamenn í Finnlandi hafa sýnt framsýni og lagt áherslu á uppbyggingu menntakerfisins, þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir erfiðum efnahagslegum aðstæðum. Kennarar í Finnlandi njóta mikillar virðingar og eru mikils metnir í finnsku samfélagi. Afar mikill áhugi er á kennaranámi og mikil samkeppni er um að komast í námið. Við Háskólann í Oulu fá t.d. einungis um 15% umsækjenda skólavist að undangengnum bæði inntökuprófum og ítarlegum viðtölum.Kennaranám við Háskóla Íslands Kennaranám er nú 5 ára háskólanám. Stærsti hópurinn sem stundar kennaranám innritast á fyrsta ár og lýkur fimm ára meistaranámi sem felur í sér töluverðra sérhæfingu. Þá hefur vaxandi fjöldi nema, sem lokið hafa BA/BS-prófi í ýmsum greinum, innritast í námið og bætt við sig tveggja ára meistaranámi til að öðlast starfsréttindi sem kennari.Kennaraskortur – hvað er til ráða? Til að bregðast við kennaraskorti í landinu þarf að grípa til róttækra aðgerða. Laða þarf fólk að kennaranámi, koma til móts við þá sem sækja í námið og jafnframt styðja við þá sem þegar eru í starfi. Nágrannaþjóðir okkar hafa sumar farið þá leið að veita þeim fjárhagslegan stuðning sem fara í kennaranám, t.d. með beinum styrkjum við útskrift eða í gegnum námslána- og skattakerfið. Stór hópur þeirra, sem stunda kennaranám nú um stundir, hefur reynslu af því að starfa í skólum og margir þeirra stunda námið meðfram vinnu. Nokkur sveitarfélög hafa stutt við starfsfólk sem er í námi, en betur má ef duga skal. Nemum, sem stunda vinnu með námi sækist oft námið seint, námstími þeirra er langur og þeir hætta frekar í námi. Kennaranám þarf að vera áhugaverður valkostur fyrir ólíka hópa. Með endurskoðun kennaranámsins við HÍ hefur verið leitast við að koma til móts við ólíkar þarfir fólks. T.d. hefur verið boðið upp á þrepaskipt leikskólakennaranám þar sem fólk getur lokið tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggt ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar. Jafnframt gefa hugmyndir um endurskoðun kennaranáms við HÍ möguleika á að nemar á lokaári verði í launuðum námsstöðum í skólum undir handleiðslu kennara á vettvangi og háskólanna. Til að svo megi verða þurfa sveitarfélög að ráða til sín kennaranema í námsstöður og greiða þeim laun til samræmis við nýja stöðu. Mikilvægt er að sporna við brottfalli kennara úr starfi og styðja við kennara eftir að námi lýkur. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum árum í takt við örar samfélagsbreytingar. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar sem enginn veit hvernig muni verða. Kennarar þurfa því að hafa fjölbreytt tækifæri til símenntunar og starfsþróunar til að bæta við þekkingu sína og efla faglegan styrk. Símenntun stendur kennurum til boða í þeim háskólum sem mennta kennara. Gera þarf kennurum kleift að sækja reglulega námskeið og ráðstefnur og jafnframt að byggja upp lærdómssamfélög innan skólanna.Kominn tími á aðgerðir Framþróun og velferð þjóðarinnar byggir á góðu menntakerfi. Í nýlegri skýrslu OECD um kennaramenntun er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Skortur á kennurum í skólum landsins er því háalvarlegt mál. Hér hafa verið raktar leiðir sem sveitafélög, samtök kennara, ráðuneyti menntamála- og kennaramenntastofnanir þurfa að hrinda í framkvæmd til að bregðast við kennaraskorti í landinu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands vill gjarnan eiga samstarf við þessa hagsmunaaðila um raunhæfar aðgerðir til að leysa vandann. Til að fjölga nemum er brýnt að veita þeim sem fara í kennaranám fjárhagslegan stuðning, líkt og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Sveigjanlegt kennaranám, eins og boðið er upp á við Háskóla Íslands, gefur fleirum möguleika á að stunda námið. Launaðar námsstöður fyrir kennaranema á lokaári er fýsilegur kostur og faglegur stuðningur við kennara í starfi er nauðsynlegur. Að endingu er það verkefni samfélagsins í heild að tryggja sess og virðingu kennarastarfsins til að unnt sé að gera kennslu að eftirsóknarverðum starfsvettvangi.Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar með reglulegu millibili flutt fréttir af yfirvofandi kennaraskorti í landinu. Ekki bólar þó á að eitthvað verði gert til að bregðast við vandanum. Þessi staða er alvarlegri en svo að við getum leyft okkur að horfa í hina áttina og gera ráð fyrir að „þetta reddist“. Gott menntakerfi er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Ef ekki fást kennarar til að starfa í skólum landsins þá grotnar menntakerfið innan frá. Ef fram fer sem horfir blasir við mikill skortur á grunnskólakennurum á næstu áratugum og nú þegar vantar um 1300 leikskólakennara og fer sú tala hækkandi. Skýringar á þessari stöðu eru fjölmargar og má þar nefna neikvæða umræðu um kennara og kennarastarfið. Einnig hefur ungt fólk í dag mun fleiri valkosti um nám en áður.Finnska menntakerfið Vestrænar þjóðir hafa gjarnan litið til finnska menntakerfisins sem fyrirmyndar. Það höfum við Íslendingar líka gert. Við nýlega endurskoðun á kennaranáminu við Háskóla Íslands hefur m.a. verið litið til finnskra háskóla. Menntun skipar mikilvægan sess í ímynd finnsku þjóðarinnar og Finnar eru meðvitaðir um mikilvægi menntakerfisins fyrir framþróun samfélagsins. Stjórnmálamenn í Finnlandi hafa sýnt framsýni og lagt áherslu á uppbyggingu menntakerfisins, þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir erfiðum efnahagslegum aðstæðum. Kennarar í Finnlandi njóta mikillar virðingar og eru mikils metnir í finnsku samfélagi. Afar mikill áhugi er á kennaranámi og mikil samkeppni er um að komast í námið. Við Háskólann í Oulu fá t.d. einungis um 15% umsækjenda skólavist að undangengnum bæði inntökuprófum og ítarlegum viðtölum.Kennaranám við Háskóla Íslands Kennaranám er nú 5 ára háskólanám. Stærsti hópurinn sem stundar kennaranám innritast á fyrsta ár og lýkur fimm ára meistaranámi sem felur í sér töluverðra sérhæfingu. Þá hefur vaxandi fjöldi nema, sem lokið hafa BA/BS-prófi í ýmsum greinum, innritast í námið og bætt við sig tveggja ára meistaranámi til að öðlast starfsréttindi sem kennari.Kennaraskortur – hvað er til ráða? Til að bregðast við kennaraskorti í landinu þarf að grípa til róttækra aðgerða. Laða þarf fólk að kennaranámi, koma til móts við þá sem sækja í námið og jafnframt styðja við þá sem þegar eru í starfi. Nágrannaþjóðir okkar hafa sumar farið þá leið að veita þeim fjárhagslegan stuðning sem fara í kennaranám, t.d. með beinum styrkjum við útskrift eða í gegnum námslána- og skattakerfið. Stór hópur þeirra, sem stunda kennaranám nú um stundir, hefur reynslu af því að starfa í skólum og margir þeirra stunda námið meðfram vinnu. Nokkur sveitarfélög hafa stutt við starfsfólk sem er í námi, en betur má ef duga skal. Nemum, sem stunda vinnu með námi sækist oft námið seint, námstími þeirra er langur og þeir hætta frekar í námi. Kennaranám þarf að vera áhugaverður valkostur fyrir ólíka hópa. Með endurskoðun kennaranámsins við HÍ hefur verið leitast við að koma til móts við ólíkar þarfir fólks. T.d. hefur verið boðið upp á þrepaskipt leikskólakennaranám þar sem fólk getur lokið tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggt ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar. Jafnframt gefa hugmyndir um endurskoðun kennaranáms við HÍ möguleika á að nemar á lokaári verði í launuðum námsstöðum í skólum undir handleiðslu kennara á vettvangi og háskólanna. Til að svo megi verða þurfa sveitarfélög að ráða til sín kennaranema í námsstöður og greiða þeim laun til samræmis við nýja stöðu. Mikilvægt er að sporna við brottfalli kennara úr starfi og styðja við kennara eftir að námi lýkur. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum árum í takt við örar samfélagsbreytingar. Kennarar dagsins í dag þurfa að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í starfi sínu og vinna með margbreytilega nemendahópa. Þeir þurfa að undirbúa nemendur sína fyrir líf og störf í samfélagi framtíðarinnar sem enginn veit hvernig muni verða. Kennarar þurfa því að hafa fjölbreytt tækifæri til símenntunar og starfsþróunar til að bæta við þekkingu sína og efla faglegan styrk. Símenntun stendur kennurum til boða í þeim háskólum sem mennta kennara. Gera þarf kennurum kleift að sækja reglulega námskeið og ráðstefnur og jafnframt að byggja upp lærdómssamfélög innan skólanna.Kominn tími á aðgerðir Framþróun og velferð þjóðarinnar byggir á góðu menntakerfi. Í nýlegri skýrslu OECD um kennaramenntun er því haldið fram að menntakerfi geti aldrei orðið betri en kennararnir sem í þvi starfa. Skortur á kennurum í skólum landsins er því háalvarlegt mál. Hér hafa verið raktar leiðir sem sveitafélög, samtök kennara, ráðuneyti menntamála- og kennaramenntastofnanir þurfa að hrinda í framkvæmd til að bregðast við kennaraskorti í landinu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands vill gjarnan eiga samstarf við þessa hagsmunaaðila um raunhæfar aðgerðir til að leysa vandann. Til að fjölga nemum er brýnt að veita þeim sem fara í kennaranám fjárhagslegan stuðning, líkt og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Sveigjanlegt kennaranám, eins og boðið er upp á við Háskóla Íslands, gefur fleirum möguleika á að stunda námið. Launaðar námsstöður fyrir kennaranema á lokaári er fýsilegur kostur og faglegur stuðningur við kennara í starfi er nauðsynlegur. Að endingu er það verkefni samfélagsins í heild að tryggja sess og virðingu kennarastarfsins til að unnt sé að gera kennslu að eftirsóknarverðum starfsvettvangi.Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar