Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 19:53 Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Vísir/NASA Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu. Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu.
Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira