Helmingur repúblikana til í að fresta kosningum ákvæði Trump það Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 13:48 Stór hluti stuðningsmanna repúblikana er tilbúinn að víkja lýðræðinu til hliðar ef það er vilji forystumanna þeirra. Vísir/AFP Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla. Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla.
Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira