Helmingur repúblikana til í að fresta kosningum ákvæði Trump það Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 13:48 Stór hluti stuðningsmanna repúblikana er tilbúinn að víkja lýðræðinu til hliðar ef það er vilji forystumanna þeirra. Vísir/AFP Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla. Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla.
Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira