Stefnum að því að tryggja okkur 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi einn nýliða í íslenska landsliðshópinn sem mætir Færeyjum í undankeppni HM 14. september næstkomandi. Það er Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur spilað vel með Þór/KA í sumar. Henni er ætlað að veita Hallberu Guðnýju Gísladóttur samkeppni um stöðu vinstri kantbakvarðar. Fjórir leikmenn detta út úr hópnum frá EM; Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sem hefur ekki spilað mikið með Stjörnunni eftir EM. Leikurinn gegn Færeyjum er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Auk Íslands og Færeyja eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía í riðli 5. Fyrirfram má búast við því að Þjóðverjar vinni riðilinn og fari beint á HM. Þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sjö fara svo í umspil um tvö laus sæti á HM. „Þetta er erfitt en það hentar íslensku hugarfari ágætlega að takast á við erfiðleika. Við stefnum að því að tryggja okkur þetta 2. sæti og komast í umspil þar sem allt getur gerst. Á sama tíma ætlum við að stríða Þjóðverjunum aðeins og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild eftir blaðamannafundinn í gær. Á dögunum ýjaði Freyr að því að hann gæti hætt þjálfun íslenska landsliðsins í haust. En miðað við orð hans í gær ætlar hann að halda áfram. „Minn hugur er að klára undankeppnina. Ég vil sjá til þess að allir séu að fara í sömu átt, vinni að sömu markmiðum og hugsi stórt. Ég finn ekki annað en að svo sé og ef það heldur áfram mun ég klára þessa undankeppni með landsliðinu,“ sagði Freyr. En hvaða lærdóm dró hann af frammistöðu Íslands á EM? „Tæknileg þróun er búin að vera gríðarlega mikil á síðustu árum og við þurfum að spyrna við þar, alveg frá yngstu flokkum og upp í A-landsliðið. Við þurfum að halda í við þá þróun. Líkamlegt atgervi er fínt en við þurfum að bæta kraft leikmanna,“ sagði Freyr.Landsliðshópinn allan má sjá með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58 Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57 Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45 Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
Freyr: Stór lið hafa sýnt íslenskum leikmönnum áhuga Freyr Alexandersson segir að það sé áhugi á íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu meðal stórliða í Evrópu. 29. ágúst 2017 13:58
Svona var blaðamannafundur Freys Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019. 29. ágúst 2017 11:57
Einn nýliði í landsliðinu Fjórir EM-farar eru ekki í íslenska landsliðinu sem var valið í dag. 29. ágúst 2017 13:45
Fanndís ekki búin að skrifa undir Fanndís Friðriksdóttir er ekki búin að semja við Marseille í Frakklandi, eins og greint var frá um síðustu helgi. Þetta staðfesti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. 29. ágúst 2017 13:56