Héraðsdómur féllst á kröfu um sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 15:31 Hanna Kristín Skaftadóttir hefur kært Magnús Jónsson fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hanna Kristín Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart. Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart.
Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15
Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent