Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun.
Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Stutt á milli skota
Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.
Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás.
Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.
Tilraunir hafa náð árangri
Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021.
Segir allt verða gert til að vernda líf Japana
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

