Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Eiginmanni konunnar er gert að mæta í dómsal hér á landi í næsta mánuði, þrátt fyrir árangurslausar stefnur þess eðlis í Víetnam. Vísir/GVA Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum. Dómsmál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum.
Dómsmál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels