Fótbolti

Alfreð skoraði fljótasta mark í sögu Augsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð í leik með Augsburg á síðasta tímabili.
Alfreð í leik með Augsburg á síðasta tímabili. Vísir/getty
Alfreð Finnbogason skoraði eftir aðeins 32 sekúndur þegar lið hans Augsburg tók á móti Borussia Mönchengladbach í þýsku Bundesligunni.

Með markinu setti Alfreð nýtt met í sögu Augsburg, en það var fljótasta mark sem skorað hefur verið fyrir félagið.

Leiknum lauk með dramatísku 2-2 jafntefli, en Cordova skoraði jöfnunarmark Augsburg á 89. mínútu leiksins.

Augsburg náði sér þar í fyrstu stig sín á tímabilinu, en liðið tapaði fyrir Hamburger í fyrstu umferðinni.

Aron Jóhannsson sat á bekknum þegar Bayern Munich kom í heimsókn til Werder Bremen.

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern á þriggja mínútna kafla sem tryggði Bayern sigurinn.

Þremur öðrum leikjum var að ljúka, en Bayer Leverkusen og Hoffenheim skildu jöfn 2-2, Wolfsburg sigraði Frankfurt 0-1 og Stuttgart vann 1-0 sigur á Mainz.

Síðasti leikur dagisns í Bundesligunni er viðureign Dortmund og Hertha Berlin, en sá leikur hefst klukkan 16:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×