Erlent

23 látnir eftir dóm í nauðgunarmáli indverska gúrúsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er að flestir þeirra sem létust hafi verið fylgjendur hins umdeilda gúrús.
Talið er að flestir þeirra sem létust hafi verið fylgjendur hins umdeilda gúrús. Vísir/Getty
Minnst 23 eru látnir eftir að fylgjendur indverska gúrúsins Gurmeet Ram Rahim Singh mótmæltu eftir að hann var fundinn sekur um nauðgun af indverskum dómstóli. BBC greinir frá.

Yfir tvö hundruð þúsund fylgjendur hins vinsæla gúrús voru samankomnir í Chandigarh í norðurhluta Indlands vegna dómsmálsins. Eftir að dómurinn var látinn falla brutust út óeirðir á meðal fylgjenda hans.

Fjölmennt lið lögreglu beitti táragasi til þess að koma ró á mannskapinn en áður en yfir lauk höfðu 23 fallið í valinn í átökunum. Talið er að flestir þeirra sem létust hafi verið fylgjendur Gurmeet Ram Rahim Singh.

Refsing verður ákveðin á mánudag en gúruinn var fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur konum í safnaðarheimili söfnuðar hans árið 2002.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×