Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 15:46 Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig. vísir/epa Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“ Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“
Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14