25 Evrópuríki höfnuðu eigin gjaldmiðli; Þýskaland líka Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrir nokkru tjáði fjármálaráðherra sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helst evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni – og, ekki síst, til að tryggja lága vexti. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helsta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Vextir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lágmarksverðbólgu – verið svo háir, að við arðráni liggur, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi í raun lagt neitt af mörkum. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega. Ekki lái ég því fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vill landsmönnum aðeins vel, að hann skuli tjá sig hreint og opinskátt um það, að evran verði að koma, ef við eigum að tryggja hag okkar og kjör, stöðugleika og öryggi, á sem bestan hátt. Sjálfur bjó ég í Þýskalandi í 27 ár, lengst af með evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, öryggi og lága vexti – sem evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka þýska mark, en höfnuðu því í þágu evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er mikil firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbrot og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengið nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Daginn eftir að fjármálaráðherra gekk fram á völl og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendiga og besta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, stígur varaformaður Framsóknarflokksins fram og segir m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli.“ Virðist varaformaðurinn hér hafa ruglast eilítið í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 25 þjóðríki hafa hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna. Nú á varaformaðurinn langan feril að baki erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra landsins og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið nokkuð fram hjá honum. Getur slíkt hent hið besta fólk. Skulu þjóðríkin 25, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, því listuð upp, varformanni og öðrum ágætum lesendum til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kósóvó, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýskaland. Það hefur verið í tísku hér að tala illa um Evrópu, ESB og evruna. Þetta er einhver mesta fíflatíska, sem ég þekki. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Auk þess er ESB ríkjasamband, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur neitunarvald og getur fellt tillögur um ný áform, reglur eða lög. Ef við værum fullir aðilar, færi ekkert í gegn án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt gjaldmiðli okkar alls staðar? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru tjáði fjármálaráðherra sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helst evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni – og, ekki síst, til að tryggja lága vexti. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helsta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Vextir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lágmarksverðbólgu – verið svo háir, að við arðráni liggur, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi í raun lagt neitt af mörkum. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega. Ekki lái ég því fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vill landsmönnum aðeins vel, að hann skuli tjá sig hreint og opinskátt um það, að evran verði að koma, ef við eigum að tryggja hag okkar og kjör, stöðugleika og öryggi, á sem bestan hátt. Sjálfur bjó ég í Þýskalandi í 27 ár, lengst af með evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, öryggi og lága vexti – sem evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka þýska mark, en höfnuðu því í þágu evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er mikil firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbrot og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengið nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Daginn eftir að fjármálaráðherra gekk fram á völl og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendiga og besta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, stígur varaformaður Framsóknarflokksins fram og segir m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli.“ Virðist varaformaðurinn hér hafa ruglast eilítið í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 25 þjóðríki hafa hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna. Nú á varaformaðurinn langan feril að baki erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra landsins og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið nokkuð fram hjá honum. Getur slíkt hent hið besta fólk. Skulu þjóðríkin 25, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, því listuð upp, varformanni og öðrum ágætum lesendum til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kósóvó, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýskaland. Það hefur verið í tísku hér að tala illa um Evrópu, ESB og evruna. Þetta er einhver mesta fíflatíska, sem ég þekki. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Auk þess er ESB ríkjasamband, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur neitunarvald og getur fellt tillögur um ný áform, reglur eða lög. Ef við værum fullir aðilar, færi ekkert í gegn án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt gjaldmiðli okkar alls staðar? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar