Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2017 16:14 „Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Við spiluðum vel í einum leikhluta en það er ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grikkjum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir tapið gegn Grikklandi á EM í körfubolta í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson stuttu eftir leik. „En það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram með jákvæði að vopni, bjartsýni og baráttu. Við munum gera það.“ Hann segir að það séu góðir leikmenn í gríska liðinu en að strákarnir í íslenska liðinu hafi verið of mistækir í dag. „Við töpuðum boltanum oft klaufalega og hann virtist einfaldlega sleipur og asnalegur, þó svo að það sé engin afsökun.“ „En ég er samt ánægður með baráttuna í liðinu. Við gerðum okkar besta og getum tekið það úr leiknum í dag.“ Jón Arnór hrósaði stuðningssmönnum íslenska liðsins en viðurkennir að hafa ekki gefið þeim nógu mikið til að gleðjast yfir. „Við þurfum að taka það á okkur að skemmta þessum áhorfendum og sýna þeim betri tilþrif og meiri baráttu. Þá fylgir annað með og eitthvað fallegt gerist,“ sagði hann. Ísland mætir Póllandi á laugardag og segir Jón Arnór að Pólverjar séu með sterkt lið, þó svo að það sé ekki jafn sterkt og það gríska. „Við förum í þann leik af fullum krafti og nú geta menn komið afslappaðir í næsta leik. Hitta betur, fækka mistökum og halda áfram.“ Hann segist ánægður með að spila jafn margar mínútur og hann gerði í dag. Því hafi hann ekki reiknað með fyrirfram enda lítið spilað í sumar. „Það var sérstaklega gott að geta spilað svo mikið án þess að stífna í náranum. Það vantar samt aðeins upp á hjá mér enda ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót.“ EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Við spiluðum vel í einum leikhluta en það er ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grikkjum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir tapið gegn Grikklandi á EM í körfubolta í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson stuttu eftir leik. „En það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram með jákvæði að vopni, bjartsýni og baráttu. Við munum gera það.“ Hann segir að það séu góðir leikmenn í gríska liðinu en að strákarnir í íslenska liðinu hafi verið of mistækir í dag. „Við töpuðum boltanum oft klaufalega og hann virtist einfaldlega sleipur og asnalegur, þó svo að það sé engin afsökun.“ „En ég er samt ánægður með baráttuna í liðinu. Við gerðum okkar besta og getum tekið það úr leiknum í dag.“ Jón Arnór hrósaði stuðningssmönnum íslenska liðsins en viðurkennir að hafa ekki gefið þeim nógu mikið til að gleðjast yfir. „Við þurfum að taka það á okkur að skemmta þessum áhorfendum og sýna þeim betri tilþrif og meiri baráttu. Þá fylgir annað með og eitthvað fallegt gerist,“ sagði hann. Ísland mætir Póllandi á laugardag og segir Jón Arnór að Pólverjar séu með sterkt lið, þó svo að það sé ekki jafn sterkt og það gríska. „Við förum í þann leik af fullum krafti og nú geta menn komið afslappaðir í næsta leik. Hitta betur, fækka mistökum og halda áfram.“ Hann segist ánægður með að spila jafn margar mínútur og hann gerði í dag. Því hafi hann ekki reiknað með fyrirfram enda lítið spilað í sumar. „Það var sérstaklega gott að geta spilað svo mikið án þess að stífna í náranum. Það vantar samt aðeins upp á hjá mér enda ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót.“
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30
Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13
Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58