Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Hörður Axel Vilhjálmsson á hóteli íslenska liðsins í gær. vísir/óskaró Hörður Axel Vilhjálmsson ætti að þekkja grískan körfubolta betur en flestir aðrir í íslenska hópnum. Hann spilaði með Aries Trikala í grísku deildinni tímabilið 2015-16 en í dag verður hann í íslenska liðinu sem mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Hörður Axel og félagar fengu flottar móttökur í Leifsstöð og það var þá sem kviknaði fyrir alvöru á kappanum. „Þegar við fórum upp á flugvöll þá kom svona fiðringur sem ég var búinn að sakna í sjálfum mér,“ segir Hörður. Fyrsta verkefnið er ekki af minni gerðinni heldur tvöfaldir Evrópumeistarar Grikkja sem unnu Evrópumótið síðast árið 2005. Grikkir urðu í fimmta sæti á síðasta Eurobasket 2015. „Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að finna nokkrar glufur á varnarleiknum þeirra sem við vonandi náum að nýta okkur til hins ýtrasta," segir Hörður Axel en þarna eru að hans mati að mætast lið sem spila ólíkan körfubolta.Af æfingu Íslands í gær.vísir/óskaróSvart og hvítt „Þetta er eins og svart og hvítt miðað við íslenskan bolta. Þeir eru alveg hrikalega agaðir, nota skotklukkuna og allir eru í sínum hlutverkum sem þeir fara ekkert út fyrir. Við verðum að reyna að brjóta það upp og sjá til hvernig þeir bregðast við því,“ segir Hörður Axel. Hann hugsar vel til tímabilsins sem hann eyddi í Grikklandi. „Ég kann mjög vel við Grikkland og Grikki yfirhöfuð. Þeir eru mjög skemmtilegt fólk og ég var mjög ánægður. Ég er líka að fara til þjálfarans núna sem var með mig í Grikklandi. Grikkir hafa reynst mér mjög vel,“ segir Hörður Axel en hann spilar í Kasakstan í vetur þar sem hann hittir fyrir Kostas Flevarakis sem þjálfaði hann hjá Aries Trikala. Hörður Axel býst við að reynslan frá EM í Berlín hjálpi strákunum að þessu sinni. „Við getum verið afslappaðri að koma inn í þetta núna því við vitum hvað við erum að fara út í. Núna langar okkur í eitthvað meira, sama hvort það kemur í úrslitum í einhverjum leikjum eða hvað,“ segir Hörður Axel.Hörður Axel í leik gegn Serbíu á EM fyrir tveimur árum.vísir/valliBestur þegar ég er á fullu Hann var mjög öflugur á Evrópumótinu og þá sérstaklega þegar kom að varnarleik og lét engan vaða yfir sig þótt það munaði oft ansi mörgum sentimetrum. „Þannig er ég bara og þannig spila ég best eða þegar ég er á fullu og er út um allt. Það mun hjálpa helling að vera þannig og finna orku í það þegar maður finnur fyrir öllum þessum stuðningi sem við erum að fara að fá. Ég er mjög spenntur að sjá fólkið mitt uppi í stúku,“ segir Hörður. NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður ekki með Grikkjum á EM. „Þetta er einn besti leikmaður í heimi þannig að það breytir heilmiklu. Allir leikmenn liðsins eru Euroleague-leikmenn og það er því ekki eins og það séu einhverjir kjúklingar að spila þó að hann sé ekki með,“ segir Hörður en hann bendir á eitt í tengslum við fjarveru „The Greek Freak“.Giannis Antetokounmpo spilar ekki með Grikkjum á EM.vísir/gettyVantar leiðtogann „Fljótt á litið þá finnst mér vanta einhvern leiðtoga hjá þeim sem hann hefði átt að vera og Spanoulis var fyrir. Vonandi getum við nýtt okkur það ef þetta verður jafn leikur að þeir vita ekki alveg hvert þeir eiga að leita. Kannski verða þeir óöruggir ef þeir vita ekki hver á að taka af skarið. Það er oft óþægilegt í svona liðum þegar maður er ekki alveg með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fara einhverjir út fyrir sín hlutverk og það er það sem við ætlum að reyna að ýta þeim út í,“ segir Hörður Axel. Það efast aftur á móti enginn um hlutverk sitt í íslenska liðinu. „Við erum búnir að vera svo lengi saman að þetta er orðið helvíti heilsteypt hjá okkur. Allir eru að vinna saman í því sem við erum að gera og það skiptir öllu máli. Við munum bakka hver annan upp,“ segir Hörður Axel. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson ætti að þekkja grískan körfubolta betur en flestir aðrir í íslenska hópnum. Hann spilaði með Aries Trikala í grísku deildinni tímabilið 2015-16 en í dag verður hann í íslenska liðinu sem mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Hörður Axel og félagar fengu flottar móttökur í Leifsstöð og það var þá sem kviknaði fyrir alvöru á kappanum. „Þegar við fórum upp á flugvöll þá kom svona fiðringur sem ég var búinn að sakna í sjálfum mér,“ segir Hörður. Fyrsta verkefnið er ekki af minni gerðinni heldur tvöfaldir Evrópumeistarar Grikkja sem unnu Evrópumótið síðast árið 2005. Grikkir urðu í fimmta sæti á síðasta Eurobasket 2015. „Þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta en við erum búnir að finna nokkrar glufur á varnarleiknum þeirra sem við vonandi náum að nýta okkur til hins ýtrasta," segir Hörður Axel en þarna eru að hans mati að mætast lið sem spila ólíkan körfubolta.Af æfingu Íslands í gær.vísir/óskaróSvart og hvítt „Þetta er eins og svart og hvítt miðað við íslenskan bolta. Þeir eru alveg hrikalega agaðir, nota skotklukkuna og allir eru í sínum hlutverkum sem þeir fara ekkert út fyrir. Við verðum að reyna að brjóta það upp og sjá til hvernig þeir bregðast við því,“ segir Hörður Axel. Hann hugsar vel til tímabilsins sem hann eyddi í Grikklandi. „Ég kann mjög vel við Grikkland og Grikki yfirhöfuð. Þeir eru mjög skemmtilegt fólk og ég var mjög ánægður. Ég er líka að fara til þjálfarans núna sem var með mig í Grikklandi. Grikkir hafa reynst mér mjög vel,“ segir Hörður Axel en hann spilar í Kasakstan í vetur þar sem hann hittir fyrir Kostas Flevarakis sem þjálfaði hann hjá Aries Trikala. Hörður Axel býst við að reynslan frá EM í Berlín hjálpi strákunum að þessu sinni. „Við getum verið afslappaðri að koma inn í þetta núna því við vitum hvað við erum að fara út í. Núna langar okkur í eitthvað meira, sama hvort það kemur í úrslitum í einhverjum leikjum eða hvað,“ segir Hörður Axel.Hörður Axel í leik gegn Serbíu á EM fyrir tveimur árum.vísir/valliBestur þegar ég er á fullu Hann var mjög öflugur á Evrópumótinu og þá sérstaklega þegar kom að varnarleik og lét engan vaða yfir sig þótt það munaði oft ansi mörgum sentimetrum. „Þannig er ég bara og þannig spila ég best eða þegar ég er á fullu og er út um allt. Það mun hjálpa helling að vera þannig og finna orku í það þegar maður finnur fyrir öllum þessum stuðningi sem við erum að fara að fá. Ég er mjög spenntur að sjá fólkið mitt uppi í stúku,“ segir Hörður. NBA-stórstjarnan Giannis Antetokounmpo verður ekki með Grikkjum á EM. „Þetta er einn besti leikmaður í heimi þannig að það breytir heilmiklu. Allir leikmenn liðsins eru Euroleague-leikmenn og það er því ekki eins og það séu einhverjir kjúklingar að spila þó að hann sé ekki með,“ segir Hörður en hann bendir á eitt í tengslum við fjarveru „The Greek Freak“.Giannis Antetokounmpo spilar ekki með Grikkjum á EM.vísir/gettyVantar leiðtogann „Fljótt á litið þá finnst mér vanta einhvern leiðtoga hjá þeim sem hann hefði átt að vera og Spanoulis var fyrir. Vonandi getum við nýtt okkur það ef þetta verður jafn leikur að þeir vita ekki alveg hvert þeir eiga að leita. Kannski verða þeir óöruggir ef þeir vita ekki hver á að taka af skarið. Það er oft óþægilegt í svona liðum þegar maður er ekki alveg með hlutverkið sitt á hreinu. Þá fara einhverjir út fyrir sín hlutverk og það er það sem við ætlum að reyna að ýta þeim út í,“ segir Hörður Axel. Það efast aftur á móti enginn um hlutverk sitt í íslenska liðinu. „Við erum búnir að vera svo lengi saman að þetta er orðið helvíti heilsteypt hjá okkur. Allir eru að vinna saman í því sem við erum að gera og það skiptir öllu máli. Við munum bakka hver annan upp,“ segir Hörður Axel.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn