Flóðvatnið er sagt ná yfir um 1150 ferkílómetra svæði en það svipar til höfuborgarsvæðis Reykjavíkur.
Ljóst er að tjónið er gríðarlegt og björgunaraðgerðir afar kostnaðarsamar. NFL-leikmaðurinn J.J. Watt, leikmaður Houston Texans, hefur ekki látið sitt eftir liggja og kom af stað söfnun á síðunni youcaring.com.
Watt, sem hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar síðustu ár og ein skærasta stjarna hennar, hefur nú þegar safnað meira en fimm milljónum Bandaríkjadollara, meira en hálfum milljarði króna, á aðeins örfáum dögum.
Hann er ekki hættur og hefur sett sér nýtt markmið um sex milljónir dollara. Líklegt er að þegar það næst mun hann setja sér enn hærra markmið.
Þegar söfnunin byrjaði setti hann sér markmið um að safna 200 þúsund dollurum. Síðan þá hafa framlögin komið inn, stór og smá. Eitt það stærsta kom frá Amy Adams Strunk, eigandi NFL-liðsins Tennesse Titans en hún gaf eina milljón dollara í söfnunina. Strunk er uppalin í Houston.
$5.1 MILLION!
— JJ Watt (@JJWatt) August 30, 2017
New Goal: $6 Millionhttps://t.co/SR6DmnNbyM pic.twitter.com/0Vfd3XMnDe