Bjóða fjölnota poka fyrir plastpoka Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 14:52 Nettó er ein af verslunarkeðjum Samkaupa. Vísir/PJetur Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama. Umhverfismál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama.
Umhverfismál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira