Erlent

Jöfn búseta best fyrir skilnaðarbörn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett. visir/Getty
Börn sem búa við jafna búsetu eftir skilnað glíma við færri sálræn vandamál en þau sem búa alfarið eða að mestu leyti hjá öðru foreldrinu eftir skilnað. Þetta sýna niðurstöður sænskrar rannsóknar á vegum Háskólans í Uppsala og Karolínsku stofnunarinnar.



Rannsóknin var gerð á alls 3.656 leikskólabörnum á aldrinum þriggja til fimm ára. Jöfn búseta er algengari í Svíþjóð en víðast hvar. Hafa verið gerðar sambærilegar rannsóknir á grunnskólabörnum og táningum og gefa niðurstöður þeirra rannsókna til kynna að eldri krakkar séu ánægðir með jafna búsetu.

Hingað til hefur verið talið að þetta gildi ekki endilega um leikskólabörn enda oft litið á að þau þurfi meiri stöðugleika og samfellu í sínu lífi. Þó hafa fáar rannsóknir verið gerðar á þessum aldurshópi og var því ráðist í rannsóknina sem hér um ræðir.

Rannsakendur byggðu á gögnum frá foreldrum og leikskólakennurum. Sýndu gögnin að þau börn sem bjuggu alfarið eða að mestu leyti hjá öðru foreldrinu eftir skilnað glímdu frekar við sálræn vandamál en börn sem bjuggu við jafna búsetu eða hjá báðum foreldrum.

Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar í Svíþjóð sem tekur til líðan barna í jafnri búsetu eftir skilnað. Nánar má lesa um rannsóknina hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×