Umræða um Hvalárvirkjun á villigötum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. september 2017 07:00 Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. Með þessu viljum við kynna fyrir almenningi, ráðamönnum og þeim sem koma að þessari umdeildu framkvæmd hvað er í húfi. Og það gerum við á forsendum náttúrunnar. Ástæðan er sú að okkur hefur fundist skorta mjög á upplýsingagjöf um framkvæmdina og við teljum að náttúran á þessu stórkostlega svæði hafi ekki fengið að njóta vafans. Við erum ekki aðeins að beina spjótum okkar að framkvæmdaaðilum virkjunarinnar, HS Orku og Vesturverki, heldur ekki síður þeim sem veitt hafa virkjuninni brautargengi í Rammaáætlun og sveitarstjórn Árneshrepps. Einnig truflar okkur að eigandi Eyvindarfjarðarár sé ítalskur huldu-barónn sem selt hefur vatnsréttindi sín til kanadísks milljarðamærings, Ross Beaty, sem er eigandi 68% hlutar í HS Orku - fyrirtækis sem síðan á 70% í Vesturverki, framkvæmdaaðila virkjunarinnar. Því er vandséð að íslenskir eða vestfirskir hagsmunir séu í forgangi.Ófrægingarherferð hagsmunaaðila Það er ekkert launungarmál að við vildum ná athygli með fossadagatalinu - átaki sem við kostum að öllu leyti sjálfir. Það gleður okkur hversu margir hafa sýnt því áhuga. En því miður fylgir oft böggull skammrifi – því að umræðan um fossadagatalið, og þá sérstaklega á Vestfjörðum, hefur algjörlega snúist á hvolf og fókusinn frekar snúist um mig, starf mitt og persónu heldur en málefnið. Þannig er fullyrt að á samfélagsmiðlum að ég sé „lattelepjandi íbúi í 101 Reykjavík“ og „óvinur Vestfjarða“ sem ekki ætti að „skipta mér af framtíð landshluta sem mér komi ekki við“. Í þessu samhengi vil ég minna á að faðir minn er fæddur á Vestfjörðum, þar búa mörg ættmenni mín og þarna hef ég starfað sem læknir, bæði sumur og vetur. Öllu langsóttara er þó að færni mín sem skurðlæknis eða skortur á henni sé tengd þessari umræðu eða sett spurningarmerki við kynhneigð mína eins og hún komi þessu máli við. Fyrrverandi alþingismenn og ritstjórar segja okkur Ólaf með „upplásið egó“ og formaður bæjarráðs Ísafjarðar hryndur af stað herferð þar sem ég er sakaður um að vera „mikilvægari en aðrir“, „tali niður Vestfirði og Vestfirðinga“, og segi þá „umhverfissóða“. Ekki kannast ég við þessi ummæli en stend við það sem ég hef sagt oftsinnis áður að ég telji að sumir Vestfirðingar hafi látið glepjast af fagurgala HS-Orku um ávinning og arðbærni Hvalárvirkjunar. Ég er sem Íslendingur í fullum rétti til að halda fram þeirri skoðun. Ofangreind ummæli dæma sig sjálf. Engu að síður er undarlegt að einstaklingar í ráðandi stöðum skuli taka umræðuna á jafn lágt plan. Sama á við um suma starfsmenn HS Orku og Flokk mannsins.Umræða á lágu plani Það skal tekið skýrt fram að ég er ekki að kveinka mér undan umræðunni, enda oftsinnis tekist á um erfið málefni í fjölmiðlum, t.d. um Landspítala og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. En ég er ekki tilbúinn til að kyngja því að umræðan á Íslandi sé komin á þetta lágt plan – enda verður það til þess að landsmenn veigra sér við að tjá sig um mikilvæg álitaefni. Ég tel mig í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig farið er með landið okkar, sérstaklega þegar ósnortin náttúra á í hlut. Sem skurðlæknir á suðvesturhorninu sinni ég vandamálum Vestfirðinga, líkt og annarra landsmanna, og vil minna á að ég hef oftsinnis áður staðið í mótmælum gegn náttúrurspjöllum í öðrum landshlutum en Vestfjörðum, t.d. í Landmannalagum og á miðhálendinu.Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru Að úthrópa mig „óvin Vestfjarða“ er taktík hagsmunaaðila til að dreifa umræðunni og forðast aðalatriði. Við Ólafur værum varla að eyða sumarleyfum okkar í fossadagatalið ef ekki væri fyrir umhyggju okkar fyrir víðernum Vestfjarða. Þar höfum höfum við ferðast um firði, fjöll og firnindi og sennilega er ekker annað svæði á Íslandi sem stendur mér nær hjarta. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta annarra en íslenskrar náttúru og ófæddra Íslendinga. Greinarhöfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. Með þessu viljum við kynna fyrir almenningi, ráðamönnum og þeim sem koma að þessari umdeildu framkvæmd hvað er í húfi. Og það gerum við á forsendum náttúrunnar. Ástæðan er sú að okkur hefur fundist skorta mjög á upplýsingagjöf um framkvæmdina og við teljum að náttúran á þessu stórkostlega svæði hafi ekki fengið að njóta vafans. Við erum ekki aðeins að beina spjótum okkar að framkvæmdaaðilum virkjunarinnar, HS Orku og Vesturverki, heldur ekki síður þeim sem veitt hafa virkjuninni brautargengi í Rammaáætlun og sveitarstjórn Árneshrepps. Einnig truflar okkur að eigandi Eyvindarfjarðarár sé ítalskur huldu-barónn sem selt hefur vatnsréttindi sín til kanadísks milljarðamærings, Ross Beaty, sem er eigandi 68% hlutar í HS Orku - fyrirtækis sem síðan á 70% í Vesturverki, framkvæmdaaðila virkjunarinnar. Því er vandséð að íslenskir eða vestfirskir hagsmunir séu í forgangi.Ófrægingarherferð hagsmunaaðila Það er ekkert launungarmál að við vildum ná athygli með fossadagatalinu - átaki sem við kostum að öllu leyti sjálfir. Það gleður okkur hversu margir hafa sýnt því áhuga. En því miður fylgir oft böggull skammrifi – því að umræðan um fossadagatalið, og þá sérstaklega á Vestfjörðum, hefur algjörlega snúist á hvolf og fókusinn frekar snúist um mig, starf mitt og persónu heldur en málefnið. Þannig er fullyrt að á samfélagsmiðlum að ég sé „lattelepjandi íbúi í 101 Reykjavík“ og „óvinur Vestfjarða“ sem ekki ætti að „skipta mér af framtíð landshluta sem mér komi ekki við“. Í þessu samhengi vil ég minna á að faðir minn er fæddur á Vestfjörðum, þar búa mörg ættmenni mín og þarna hef ég starfað sem læknir, bæði sumur og vetur. Öllu langsóttara er þó að færni mín sem skurðlæknis eða skortur á henni sé tengd þessari umræðu eða sett spurningarmerki við kynhneigð mína eins og hún komi þessu máli við. Fyrrverandi alþingismenn og ritstjórar segja okkur Ólaf með „upplásið egó“ og formaður bæjarráðs Ísafjarðar hryndur af stað herferð þar sem ég er sakaður um að vera „mikilvægari en aðrir“, „tali niður Vestfirði og Vestfirðinga“, og segi þá „umhverfissóða“. Ekki kannast ég við þessi ummæli en stend við það sem ég hef sagt oftsinnis áður að ég telji að sumir Vestfirðingar hafi látið glepjast af fagurgala HS-Orku um ávinning og arðbærni Hvalárvirkjunar. Ég er sem Íslendingur í fullum rétti til að halda fram þeirri skoðun. Ofangreind ummæli dæma sig sjálf. Engu að síður er undarlegt að einstaklingar í ráðandi stöðum skuli taka umræðuna á jafn lágt plan. Sama á við um suma starfsmenn HS Orku og Flokk mannsins.Umræða á lágu plani Það skal tekið skýrt fram að ég er ekki að kveinka mér undan umræðunni, enda oftsinnis tekist á um erfið málefni í fjölmiðlum, t.d. um Landspítala og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. En ég er ekki tilbúinn til að kyngja því að umræðan á Íslandi sé komin á þetta lágt plan – enda verður það til þess að landsmenn veigra sér við að tjá sig um mikilvæg álitaefni. Ég tel mig í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig farið er með landið okkar, sérstaklega þegar ósnortin náttúra á í hlut. Sem skurðlæknir á suðvesturhorninu sinni ég vandamálum Vestfirðinga, líkt og annarra landsmanna, og vil minna á að ég hef oftsinnis áður staðið í mótmælum gegn náttúrurspjöllum í öðrum landshlutum en Vestfjörðum, t.d. í Landmannalagum og á miðhálendinu.Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru Að úthrópa mig „óvin Vestfjarða“ er taktík hagsmunaaðila til að dreifa umræðunni og forðast aðalatriði. Við Ólafur værum varla að eyða sumarleyfum okkar í fossadagatalið ef ekki væri fyrir umhyggju okkar fyrir víðernum Vestfjarða. Þar höfum höfum við ferðast um firði, fjöll og firnindi og sennilega er ekker annað svæði á Íslandi sem stendur mér nær hjarta. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta annarra en íslenskrar náttúru og ófæddra Íslendinga. Greinarhöfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun