Það var troðfull höll í Helsinki á leiknum í gær en meira en þúsund íslenskir stuðningsmenn voru á staðnum, líkt og í öðrum leikjum Íslands á mótinu.
Íslenskir stuðningsmenn eru fyrir löngu orðnir heimsfrægið fyrir víkingaklappið sitt og það fékk auðvitað að fylgja með á Eurobasket í Finnlandi.
Heimamenn tóku undir í klappinum í leiknum í gær, raunar allir tólf þúsund áhorfendur í höllinni og tókst það mjög vel til. Niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan.
@kkikarfa and @BasketFinland's fans do a gigantic clap of 12'000 people! #EuroBasket2017 pic.twitter.com/F62aFfRg5v
— FIBA (@FIBA) September 6, 2017