Öflugt markaðsstarf skilar árangri Svavar Halldórsson skrifar 7. september 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun