Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Arnar Björnsson skrifar 6. september 2017 13:47 Luka Doncic í leiknum í dag Vísir/getty Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin. Af 24 liðum í keppninni eru aðeins Spánverjar enn taplausir, en þeir eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leikina en Slóvenar með hinn 18 ára Luka Doncic og fyrirliðann Goran Dragic í fararbroddi náðu fljótlega undirtökunum.Doncic, sem þykir einn efnilegasti körfuboltamaður heims, skoraði 10 stig í 1. leikhluta og Slóvenar voru með 6 stiga forystu að honum lokum. Frakkar áttu í vandræðum með frábæra vörn Slóvena og skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var 17 stig, 52-35. Frakkar klóruðu í bakkann í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenar voru fljótir að stöðva það áhlaup og keyrðu yfir franska liðið. Þeir komust í 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þá rumskuðu risarnir í franska liðinu og þjálfari Slóvena þurfti að taka leikhlé þegar Frakkar voru búnir að minnka muninn í 17 stig á þremur fyrstu mínútum leikhlutans. Frakkar héldu þrátt fyrir það áfram að saxa á forystu Slóvena. Þegar 5 mínútur og 20 sekúndur voru eftir fauk í Evan Fournier sem hellti sér yfir einn dómaranna og var fyrir vikið vísað út úr húsi. Þá voru Frakkar búnir að minnka muninn í 12 stig. Slóvenar náðu að lokum vopnum sínum á ný og fögnuðu 17 stiga sigri.Goran Dragic var stigahæstur Slóvena, skoraði 22 stig og hinn frábæri Luka Doncic 15 auk þess að taka 9 fráköst. Nando de Colo var stigahæstur í franska liðinu með 16 stig. Fyrirliðinn Boris Diaw skoraði 13 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Á eftir mætast Pólverjar og Grikkir í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið og um leið sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður viðureign Íslendinga og Finna sem fer fram klukkan 17:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Sjá meira
Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin. Af 24 liðum í keppninni eru aðeins Spánverjar enn taplausir, en þeir eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leikina en Slóvenar með hinn 18 ára Luka Doncic og fyrirliðann Goran Dragic í fararbroddi náðu fljótlega undirtökunum.Doncic, sem þykir einn efnilegasti körfuboltamaður heims, skoraði 10 stig í 1. leikhluta og Slóvenar voru með 6 stiga forystu að honum lokum. Frakkar áttu í vandræðum með frábæra vörn Slóvena og skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var 17 stig, 52-35. Frakkar klóruðu í bakkann í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenar voru fljótir að stöðva það áhlaup og keyrðu yfir franska liðið. Þeir komust í 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þá rumskuðu risarnir í franska liðinu og þjálfari Slóvena þurfti að taka leikhlé þegar Frakkar voru búnir að minnka muninn í 17 stig á þremur fyrstu mínútum leikhlutans. Frakkar héldu þrátt fyrir það áfram að saxa á forystu Slóvena. Þegar 5 mínútur og 20 sekúndur voru eftir fauk í Evan Fournier sem hellti sér yfir einn dómaranna og var fyrir vikið vísað út úr húsi. Þá voru Frakkar búnir að minnka muninn í 12 stig. Slóvenar náðu að lokum vopnum sínum á ný og fögnuðu 17 stiga sigri.Goran Dragic var stigahæstur Slóvena, skoraði 22 stig og hinn frábæri Luka Doncic 15 auk þess að taka 9 fráköst. Nando de Colo var stigahæstur í franska liðinu með 16 stig. Fyrirliðinn Boris Diaw skoraði 13 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Á eftir mætast Pólverjar og Grikkir í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið og um leið sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður viðureign Íslendinga og Finna sem fer fram klukkan 17:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti