Sagan af Hape Kerkeling Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. september 2017 07:00 Hape Kerkeling fæddist 1964, og varð hann strax á unga aldri vinsæll og þekktur sjónvarpsmaður í Þýskalandi. Annars vegar mikill grínisti og háðfugl og hins vegar frábær spyrjandi og fréttamaður. Nokkurs konar blanda af Ladda og Ómari Ragnarssyni.Námskeið í dáleiðslu – upprifjun fyrra lífs Einhverju sinni voru Hape og vinahópur hans að gantast með lífið og tilveruna, m.a. voru menn að leika sér með spurninguna um lífið og dauðann, endurfæðingu og nýtt líf, og skoruðu á Hape að fara á námskeið um dáleiðslu, þar sem menn gætu í dásvefni rifjað upp og sett sig inn í sitt fyrra líf. Allt var þetta meira í gamni en alvöru, þótti spennandi uppátæki, og tók Hape áskoruninni. Hape var fertugur, þegar þetta gerðist, hafði þá verið 20 ár í skemmtibransanum, og var einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Eins og til stóð var Hape dáleiddur og opnuðust honum þannig dyr inn í fyrri tilveru. Það rifjaðist upp fyrir honum, að hann hefði verið munkur í Fransiskanaklaustri í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni, hefði þar tekið þátt í að leyna gyðingafjölskyldu í kjallara klaustursins og verið dæmdur til dauða og tekinn af lífi fyrir þetta „brot“, ásamt ábóta klaustursins og öðrum munkum. Upplifði Hape þetta svo sterkt og áhrifaríkt í dáleiðslusvefninum, að hann fór til Póllands til að kanna málið og telur sig hafa fundið klaustrið og fengið söguna staðfesta.Gjörbreyttur maður – pílagrímsganga á Spáni Þessi nýja lífsreynsla hafði svo djúptæk áhrif á Hape, að menn þekktu hann varla fyrir sama mann. Hape ákvað, að hefja nýtt líf, dró sig að mestu út úr skemmtibransanum og ákvað að ganga Jakobsstíginn, sem er um 800 km göngustígur þvert yfir Norður-Spán – ein helsta pílagrímaleiðin í Evrópu – til að reyna að ná áttum. Árið 2006 kom út bók eftir Hape, þar sem hann fjallaði um þessa lífsreynslu sína og Jakobsvegsgönguna. Heitir hún á þýsku „Ich bin dann mal weg“: „Ég læt mig þá bara hverfa“, og bókin varð metsölubók. Lýsir Hape þar lífsreynslu sinni, dásvefnsdrauminum um fyrra líf, þeim áhrifum, sem hann hafði á líf hans svo og þeirri upplifun, sem pílagrímsgangan var honum. Í maí 2006 birti Bild, sem er útbreiddasta dagblað Evrópu, úrdrátt úr bók Hape, og beindi jafnframt þeirri spurningu til lesenda, hvort þeir hefðu orðið fyrir reynslu, sem sýndi fram á fyrra líf, eða upplifað slíkt í einhverri mynd.Hundruð manna höfðu samband Hundruð manna úr öllum stéttum og alls staðar að höfðu samband við Bild, og sögðust vita, að þeir hefðu verið til áður, hvar og hvenær og í hvers konar lífsformi. 65 ára slátrari sagðist hafa verið Masai-maður í Keníu og hefði hann farið þangað 50 sinnum til að upplifa og njóta fyrra umhverfis. 65 ára tryggingasali sagðist hafa verið dráttarklár, sem dró fellda trjástofna í járnkeðjum. 61 árs fasteignasali sagðist hafa verið indíánastúlka í Norður-Ameríku um 835 fyrir Krist. Veronica Ferres, ein frægasta og virtasta leikkona Þýskalands, taldi sig hafa verið höfrung í fyrra lífi og sjálfur Frans Beckenbauer, knattspyrnusnillingurinn kunni, sagðist vita, að hann hefði lifað áður, bæði sem dýr, tré og planta.Hví er þessi saga sögð? Lífið hér á jörðu er ótrúlega fjölbreytt, margþætt og margslungið, og er ekki allt augljóst eða auðskilið. Á bak við allt, sem þróast, hreyfist, dafnar, leitar birtu og yls, neytir vatns, reynir að verja líf sitt, býr andi eða sál, og ber mönnum að virða, vernda og hlúa að öllu þessu lífi. Orð þjóðskáldsins „aðgát skal höfð í nærveru sálar“ verður að skilja og túlka vítt; um allt og gagnvart öllu, sem lifir og hrærist, í hvaða formi, sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hape Kerkeling fæddist 1964, og varð hann strax á unga aldri vinsæll og þekktur sjónvarpsmaður í Þýskalandi. Annars vegar mikill grínisti og háðfugl og hins vegar frábær spyrjandi og fréttamaður. Nokkurs konar blanda af Ladda og Ómari Ragnarssyni.Námskeið í dáleiðslu – upprifjun fyrra lífs Einhverju sinni voru Hape og vinahópur hans að gantast með lífið og tilveruna, m.a. voru menn að leika sér með spurninguna um lífið og dauðann, endurfæðingu og nýtt líf, og skoruðu á Hape að fara á námskeið um dáleiðslu, þar sem menn gætu í dásvefni rifjað upp og sett sig inn í sitt fyrra líf. Allt var þetta meira í gamni en alvöru, þótti spennandi uppátæki, og tók Hape áskoruninni. Hape var fertugur, þegar þetta gerðist, hafði þá verið 20 ár í skemmtibransanum, og var einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Eins og til stóð var Hape dáleiddur og opnuðust honum þannig dyr inn í fyrri tilveru. Það rifjaðist upp fyrir honum, að hann hefði verið munkur í Fransiskanaklaustri í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni, hefði þar tekið þátt í að leyna gyðingafjölskyldu í kjallara klaustursins og verið dæmdur til dauða og tekinn af lífi fyrir þetta „brot“, ásamt ábóta klaustursins og öðrum munkum. Upplifði Hape þetta svo sterkt og áhrifaríkt í dáleiðslusvefninum, að hann fór til Póllands til að kanna málið og telur sig hafa fundið klaustrið og fengið söguna staðfesta.Gjörbreyttur maður – pílagrímsganga á Spáni Þessi nýja lífsreynsla hafði svo djúptæk áhrif á Hape, að menn þekktu hann varla fyrir sama mann. Hape ákvað, að hefja nýtt líf, dró sig að mestu út úr skemmtibransanum og ákvað að ganga Jakobsstíginn, sem er um 800 km göngustígur þvert yfir Norður-Spán – ein helsta pílagrímaleiðin í Evrópu – til að reyna að ná áttum. Árið 2006 kom út bók eftir Hape, þar sem hann fjallaði um þessa lífsreynslu sína og Jakobsvegsgönguna. Heitir hún á þýsku „Ich bin dann mal weg“: „Ég læt mig þá bara hverfa“, og bókin varð metsölubók. Lýsir Hape þar lífsreynslu sinni, dásvefnsdrauminum um fyrra líf, þeim áhrifum, sem hann hafði á líf hans svo og þeirri upplifun, sem pílagrímsgangan var honum. Í maí 2006 birti Bild, sem er útbreiddasta dagblað Evrópu, úrdrátt úr bók Hape, og beindi jafnframt þeirri spurningu til lesenda, hvort þeir hefðu orðið fyrir reynslu, sem sýndi fram á fyrra líf, eða upplifað slíkt í einhverri mynd.Hundruð manna höfðu samband Hundruð manna úr öllum stéttum og alls staðar að höfðu samband við Bild, og sögðust vita, að þeir hefðu verið til áður, hvar og hvenær og í hvers konar lífsformi. 65 ára slátrari sagðist hafa verið Masai-maður í Keníu og hefði hann farið þangað 50 sinnum til að upplifa og njóta fyrra umhverfis. 65 ára tryggingasali sagðist hafa verið dráttarklár, sem dró fellda trjástofna í járnkeðjum. 61 árs fasteignasali sagðist hafa verið indíánastúlka í Norður-Ameríku um 835 fyrir Krist. Veronica Ferres, ein frægasta og virtasta leikkona Þýskalands, taldi sig hafa verið höfrung í fyrra lífi og sjálfur Frans Beckenbauer, knattspyrnusnillingurinn kunni, sagðist vita, að hann hefði lifað áður, bæði sem dýr, tré og planta.Hví er þessi saga sögð? Lífið hér á jörðu er ótrúlega fjölbreytt, margþætt og margslungið, og er ekki allt augljóst eða auðskilið. Á bak við allt, sem þróast, hreyfist, dafnar, leitar birtu og yls, neytir vatns, reynir að verja líf sitt, býr andi eða sál, og ber mönnum að virða, vernda og hlúa að öllu þessu lífi. Orð þjóðskáldsins „aðgát skal höfð í nærveru sálar“ verður að skilja og túlka vítt; um allt og gagnvart öllu, sem lifir og hrærist, í hvaða formi, sem er.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun