Körfubolti

Logi: Hlýnaði við afmælissönginn

Arnar Björnsson skrifar
Logi Gunnarsson heldur í dag upp á 36 ára afmælið sitt en áhorfendur á leik Íslands og Slóveníu sungu fyrir hann í höllinni í Helsinki í dag.

Ísland tapaði í dag fyrir Slóveníu, 102-75, og hrósaði Logi slóvenska liðinu mjög. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

„Þeir eru góðir maður, djöfulli eru þeir góðir. Við héngum í þeim og komust yfir í byrjun. Það var gaman að vera inni á vellium á móti svona góðu liði og vera yfir einhverjum 4-5 stigum yfir. Það er alveg geggjuð tilfinning. Frábær stemning og góður stuðningur en svo fjaraði þetta bara út í seinni hálfleik.     Þeir eru bara svo margir góðir og erfitt að eiga við þá,“ sagði Logi.

Komu ekki tár í bæði augun þegar áhorfendur sungu afmælissönginn?

„Næstum því ekki alveg en það var rosalega hlýtt að heyra alla syngja fyrir mig. Það var gaman að vera inná vellinum gegn svona góðum leikmönnum og vera að spila miklvægar mínútur. Ég naut þess vel í dag“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×