Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Óskar Ófeigur Jónsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifa 5. september 2017 12:15 Haukur Helgi átti frábæran fyrri hálfleik. Vísir/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 27 stigum á móti ósigruðu liði Slóvena í fjórða leik sínum á Eurobasket 2017 en Slóvenar unnu sinn fjórða sigur í röð, 102-75, og eru á góðri leið með að vinna riðilinn. Íslenska liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu og biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Þetta voru samt bestu úrslit íslenska liðsins á mótinu og íslensku strákarnir bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik ólíkt hinum leikjunum. Strákarnir fá síðasta tækifærið hér út í Finnlandi á móti heimamönnum á morgun. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig. Hlynur Bærginsson og Haukur Helgi Pálsson skoruðu báðir 14 stig en öll stig Hauks komu í fyrri hálfleiknum. Elvar Már Friðriksson sýndi fín tilþrif í leikstjórnandanum og endaði með 9 stig og 3 stoðsendingar. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig. Íslenska liðið náði eins og áður á Evrópumótinu í Helsinki ekki að halda út eftir mjög góðan leikkafla í fyrri hálfleik. Það leynist ekki fyrir neinum lengur að íslensku strákarnir eiga við ofurefli að eiga hér út í Helsinki. Það var þó ánægjulegt að sjá bekkinn skila stigum í seinni hálfleiknum sem lagaði stöðuna aðeins í þriðja leikhlutanum þegar útlitið var mjög svart.Jón Arnór Stefánsson.Vísir/GettyFimm stiga forysta Íslands Íslenska liðið náði mest fimm stiga forystu í lok fyrsta leikhluta eftir mjög flotta spilamennsku en íslensku strákarnir fengu á sig flautuþrist í lok fyrsta leikhlutans og misstu Slóvena síðan á flug á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins sem þeir slóvensku unnu 22-8. Íslenska liðið kom sér ekki aftur inn í leikinn en barðist við að halda muninum niður fyrir 30 stigin sem tókst. Haukur Helgi Pálsson, Hlynur Bæringsson og Martin Hermannsson hófu leikinn á því skella niður þriggja stiga körfum á fyrstu þremur mínútunum og Ísland komst í 9-6. Slóvenar náðu fljótlega forystunni en íslensku strákarnir héldu áfram að bíta frá sér. Í stöðunni 13-16 kom góður sprettur og sex íslensk stig á stuttum tíma sem komu Íslandi í 19-18 og þvingaði slóvenska þjálfarann að taka leikhlé. Íslenska liðið var þá búið að hitta úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Stuðningsmenn Íslands voru frábærir að venju.Vísir/GettyElvar Már með góða innkomu Elvar Már Friðriksson var kominn inn í leikstjórnandann og sýndi flott tilþrif, skoraði fyrst sjálfur með því að keyra upp á körfunni og fann síðan Hlyn Bæringsson dauðafrían undir körfunni með fránærri sendingu. Ísland var þá 23-20 yfir og Jón Arnór Stefánsson kom Íslandi síðan fimm stigum yfir, 25-20, þegar hálf mínúta var eftir. Slóvenar nýttu hinsvegar lokasekúndur leikhlutans til að smella niður þrist og minnka muninn í tvö stig, 25-23. Íslenska stuðningsfólkið söng afmælissönginn fyrir Loga Gunnarsson á milli leikhlutanna sem var skemmtilegt og jók bara stemmninguna í stúkunni. Hlynur skoraði tvö fyrstu stig annars leikhlutans af vítalínunni og komst Íslandi fjórum stigum yfir, 27-23. Luka Doncic kom Slóvenum aftur með þristi af mjög löngu færi og íslensku þjálfararnir tóku leikhlé þegar 8:15 var eftir af öðrum leikhluta og Slóvenar 28-27 yfir. Slóvenar voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna á þessum kafla en íslensku strákarnir hengu um tíma í þeim ekki síst þar sem Haukur og Martin voru báðir að skora.Martin Hermannsson.Vísir/GettySlóvenar sigu samt framúr hægt og rólega og íslenska liðið þurfti að taka leikhlé þegar munurinn var orðinn tíu stig, 37-47, og 2:52 voru eftir af öðrum leikhlutanum. NBA-stjarnan Goran Dragic bauð upp á kennslustund í því að fiska villur á lok hálfleiksins og Luka Doncic endaði leikhlutann á glæsilegum þristi sem kom Slóveníu sautján stigum yfir, 60-43.Slæmar lokamínútur fyrri hálfleiks Íslenska liðið tapaði síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks með fjórtán stigum, 8-22. Haukur Helgi Pálsson skoraði 14 stig í fyrri hálfleiknum og lék mjög vel á báðum vallarhelmingum en Martin Hermannsson var með 12 stig í hálfleiknum. Íslenska liðið hitti úr 4 af fyrstu 5 þriggja stiga skotum sínum en skoraði ekki þrista eftir það en Slóvenar voru hinsvegar komnir með átta þriggja stiga körfur í hálfleik.Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins.Vísir/GettyErfiður seinni hálfleikur Slóvenar voru fljótir að koma muninum upp í 21 stig, 64-43. í byrjun seinni en Hlynur Bæringsson svarði með þristi og svo hraðaupphlaupskörfu eftir langa og laglega sendingu frá Jóni Arnóri. Þegar íslensku þjálfararnir tóku leikhlé þegar 6:31 voru eftir af þriðja þá var munurinn orðinn 25 stig, 48-73, og útlitið að versna með hverri auðveldri körfu Slóvena. Tryggvi Snær Hlinason kom inn með góðar körfur og íslenski bekkurinn náði aðeins að laga stöðuna fyrir lok þriðja leikhlutans eftir að munurinn fór mest upp í 30 stig. Elvar Már Friðriksson endaði síðan þriðja leikhlutann á þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í 22 stig, 59-81. Íslenska liðið vann síðustu þrjár mínútur þriðja leikhlutans með átta stigum, 11-3. Slóvenar tóku hinsvegar aftur upp þráðinn í fjórða leikhluta og unnu að lokum með 27 stigum. EM 2017 í Finnlandi
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 27 stigum á móti ósigruðu liði Slóvena í fjórða leik sínum á Eurobasket 2017 en Slóvenar unnu sinn fjórða sigur í röð, 102-75, og eru á góðri leið með að vinna riðilinn. Íslenska liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu og biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Þetta voru samt bestu úrslit íslenska liðsins á mótinu og íslensku strákarnir bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik ólíkt hinum leikjunum. Strákarnir fá síðasta tækifærið hér út í Finnlandi á móti heimamönnum á morgun. Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig. Hlynur Bærginsson og Haukur Helgi Pálsson skoruðu báðir 14 stig en öll stig Hauks komu í fyrri hálfleiknum. Elvar Már Friðriksson sýndi fín tilþrif í leikstjórnandanum og endaði með 9 stig og 3 stoðsendingar. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig. Íslenska liðið náði eins og áður á Evrópumótinu í Helsinki ekki að halda út eftir mjög góðan leikkafla í fyrri hálfleik. Það leynist ekki fyrir neinum lengur að íslensku strákarnir eiga við ofurefli að eiga hér út í Helsinki. Það var þó ánægjulegt að sjá bekkinn skila stigum í seinni hálfleiknum sem lagaði stöðuna aðeins í þriðja leikhlutanum þegar útlitið var mjög svart.Jón Arnór Stefánsson.Vísir/GettyFimm stiga forysta Íslands Íslenska liðið náði mest fimm stiga forystu í lok fyrsta leikhluta eftir mjög flotta spilamennsku en íslensku strákarnir fengu á sig flautuþrist í lok fyrsta leikhlutans og misstu Slóvena síðan á flug á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins sem þeir slóvensku unnu 22-8. Íslenska liðið kom sér ekki aftur inn í leikinn en barðist við að halda muninum niður fyrir 30 stigin sem tókst. Haukur Helgi Pálsson, Hlynur Bæringsson og Martin Hermannsson hófu leikinn á því skella niður þriggja stiga körfum á fyrstu þremur mínútunum og Ísland komst í 9-6. Slóvenar náðu fljótlega forystunni en íslensku strákarnir héldu áfram að bíta frá sér. Í stöðunni 13-16 kom góður sprettur og sex íslensk stig á stuttum tíma sem komu Íslandi í 19-18 og þvingaði slóvenska þjálfarann að taka leikhlé. Íslenska liðið var þá búið að hitta úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Stuðningsmenn Íslands voru frábærir að venju.Vísir/GettyElvar Már með góða innkomu Elvar Már Friðriksson var kominn inn í leikstjórnandann og sýndi flott tilþrif, skoraði fyrst sjálfur með því að keyra upp á körfunni og fann síðan Hlyn Bæringsson dauðafrían undir körfunni með fránærri sendingu. Ísland var þá 23-20 yfir og Jón Arnór Stefánsson kom Íslandi síðan fimm stigum yfir, 25-20, þegar hálf mínúta var eftir. Slóvenar nýttu hinsvegar lokasekúndur leikhlutans til að smella niður þrist og minnka muninn í tvö stig, 25-23. Íslenska stuðningsfólkið söng afmælissönginn fyrir Loga Gunnarsson á milli leikhlutanna sem var skemmtilegt og jók bara stemmninguna í stúkunni. Hlynur skoraði tvö fyrstu stig annars leikhlutans af vítalínunni og komst Íslandi fjórum stigum yfir, 27-23. Luka Doncic kom Slóvenum aftur með þristi af mjög löngu færi og íslensku þjálfararnir tóku leikhlé þegar 8:15 var eftir af öðrum leikhluta og Slóvenar 28-27 yfir. Slóvenar voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna á þessum kafla en íslensku strákarnir hengu um tíma í þeim ekki síst þar sem Haukur og Martin voru báðir að skora.Martin Hermannsson.Vísir/GettySlóvenar sigu samt framúr hægt og rólega og íslenska liðið þurfti að taka leikhlé þegar munurinn var orðinn tíu stig, 37-47, og 2:52 voru eftir af öðrum leikhlutanum. NBA-stjarnan Goran Dragic bauð upp á kennslustund í því að fiska villur á lok hálfleiksins og Luka Doncic endaði leikhlutann á glæsilegum þristi sem kom Slóveníu sautján stigum yfir, 60-43.Slæmar lokamínútur fyrri hálfleiks Íslenska liðið tapaði síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks með fjórtán stigum, 8-22. Haukur Helgi Pálsson skoraði 14 stig í fyrri hálfleiknum og lék mjög vel á báðum vallarhelmingum en Martin Hermannsson var með 12 stig í hálfleiknum. Íslenska liðið hitti úr 4 af fyrstu 5 þriggja stiga skotum sínum en skoraði ekki þrista eftir það en Slóvenar voru hinsvegar komnir með átta þriggja stiga körfur í hálfleik.Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins.Vísir/GettyErfiður seinni hálfleikur Slóvenar voru fljótir að koma muninum upp í 21 stig, 64-43. í byrjun seinni en Hlynur Bæringsson svarði með þristi og svo hraðaupphlaupskörfu eftir langa og laglega sendingu frá Jóni Arnóri. Þegar íslensku þjálfararnir tóku leikhlé þegar 6:31 voru eftir af þriðja þá var munurinn orðinn 25 stig, 48-73, og útlitið að versna með hverri auðveldri körfu Slóvena. Tryggvi Snær Hlinason kom inn með góðar körfur og íslenski bekkurinn náði aðeins að laga stöðuna fyrir lok þriðja leikhlutans eftir að munurinn fór mest upp í 30 stig. Elvar Már Friðriksson endaði síðan þriðja leikhlutann á þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í 22 stig, 59-81. Íslenska liðið vann síðustu þrjár mínútur þriðja leikhlutans með átta stigum, 11-3. Slóvenar tóku hinsvegar aftur upp þráðinn í fjórða leikhluta og unnu að lokum með 27 stigum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum