Albert ánægður með liðsfélagana sem teiknuðu upp seinna mark Íslands fyrir leik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 20:00 Albert var besti maður Íslands gegn Albaníu í kvöld. Vísir/Anton Albert Guðmundsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður PSV var besti maður u-21 liðs karla í kvöld þegar liðið mátti þola tap gegn Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019. Hann var í framlínu liðsins en fékk að mörgu leyti frjálst hlutverk í leiknum. „Þetta var helvíti fúlt. Við tókum það samt fram að við ætluðum ekkert að vera að hugsa um það,“ segir Albert í samtali um Vísi um jöfnunarmark Albana sem kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Ísland komst yfir í blálok fyrri hálfleiks. „Við töluðum um að nýta okkur þetta sem jákvæðan punkt, til þess að halda okkur á tánum og vilja fá sigurinn enn þá meira en því miður tókst það ekki,“ segir Albert. Albert lagði upp seinna mark Íslands með afar vel útfærðri aukaspyrnu sem æfð var vel í gær fyrir leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson þóttist ýta boltanum áður en Albert gaf boltann fyrir. Við þetta fipaðist vörn Albana og var Viktor Karl Einarsson skilinn eftir galopinn á fjærstöng. Albert hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa útfært þetta svona vel. „Ég er virkilega ánægður með að við náðum að útfæra þetta svona vel. Ég vil hrósa strákunum líka, við teiknuðum þetta upp sjálfir,“ segir Albert sem hrósaði líka þjálfurunum fyrir fyrra markið sem kom eftir horn eftir uppskrift þjálfaranna. Albert segir að vantað hafi herslumuninn í leiknum og að með smá heppni hefði leikurinn fallið Íslands megin. „Við náum ágætis stöðum á vellinum en þá vantaði örlitla, kannski einn mann örlítið meira í boxinu eða sendingin kannski örlítið betri. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en fullt af hlutum sem við getum verið ánægðir með,“ segir Albert. Albert var sem fyrr segir í frjálsu hlutverki og var oftar en ekki kominn á miðjuna til að stýra spilinu og finna pláss. Hann var einnig mættur í vörnina á 93. mínútu og kom í veg fyrir hættulegt færi hjá gestunum. „Mér fannst í þessum leik að það væru svæði fyrir mig að detta í og ég ákvað að notfæra mér það bara og fannst það ágætlega ganga upp,“ segir Albert. En fær hann að gera þetta hjá PSV? „Nei, þar er ég bara að fá boltann í lappir fram á við.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Albert Guðmundsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður PSV var besti maður u-21 liðs karla í kvöld þegar liðið mátti þola tap gegn Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019. Hann var í framlínu liðsins en fékk að mörgu leyti frjálst hlutverk í leiknum. „Þetta var helvíti fúlt. Við tókum það samt fram að við ætluðum ekkert að vera að hugsa um það,“ segir Albert í samtali um Vísi um jöfnunarmark Albana sem kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Ísland komst yfir í blálok fyrri hálfleiks. „Við töluðum um að nýta okkur þetta sem jákvæðan punkt, til þess að halda okkur á tánum og vilja fá sigurinn enn þá meira en því miður tókst það ekki,“ segir Albert. Albert lagði upp seinna mark Íslands með afar vel útfærðri aukaspyrnu sem æfð var vel í gær fyrir leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson þóttist ýta boltanum áður en Albert gaf boltann fyrir. Við þetta fipaðist vörn Albana og var Viktor Karl Einarsson skilinn eftir galopinn á fjærstöng. Albert hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa útfært þetta svona vel. „Ég er virkilega ánægður með að við náðum að útfæra þetta svona vel. Ég vil hrósa strákunum líka, við teiknuðum þetta upp sjálfir,“ segir Albert sem hrósaði líka þjálfurunum fyrir fyrra markið sem kom eftir horn eftir uppskrift þjálfaranna. Albert segir að vantað hafi herslumuninn í leiknum og að með smá heppni hefði leikurinn fallið Íslands megin. „Við náum ágætis stöðum á vellinum en þá vantaði örlitla, kannski einn mann örlítið meira í boxinu eða sendingin kannski örlítið betri. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en fullt af hlutum sem við getum verið ánægðir með,“ segir Albert. Albert var sem fyrr segir í frjálsu hlutverki og var oftar en ekki kominn á miðjuna til að stýra spilinu og finna pláss. Hann var einnig mættur í vörnina á 93. mínútu og kom í veg fyrir hættulegt færi hjá gestunum. „Mér fannst í þessum leik að það væru svæði fyrir mig að detta í og ég ákvað að notfæra mér það bara og fannst það ágætlega ganga upp,“ segir Albert. En fær hann að gera þetta hjá PSV? „Nei, þar er ég bara að fá boltann í lappir fram á við.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45