Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Friðun til óþurftar? Páll Imsland skrifar 4. september 2017 06:00 Umhverfisráðherra hefur friðlýst Jökulsárlón. Engin vitræn umræða hefur farið fram um málið og daginn eftir lýsir ráðherrann því yfir opinberlega að flokkur hans þurfi að gera meira en tala minna. Þegar öllu er á botninn hvolft gerði flokkur hans kannski betur með því gera minna en hugsa meira. Ég tek fram til að forða misskilningi að ég er sjálfur náttúruverndarsinni og einlægur unnandi allrar náttúru, einkum óspilltrar. Ég veit að það þarf að taka traustar ákvarðanir í náttúruverndarmálum þegar slíkar eru teknar, ákvarðanir sem eru ekki byggðar á skammsýni eða óskhyggju einstaklinga, ákvarðanir sem sjá fram í tímann, ákvarðanir sem skila tilætluðum árangri, en eru ekki lína í upptalningaskrá ráðherra í friðunarmálum eða viðleitni hans til þess eins að gera meira. Jökulsárlón og Breiðamerkurjökull eru náttúrufyrirbæri í afar örri náttúrufarslegri þróun og friðlýsing á slíkum stöðum er vandasamari en ella. Í slíkum málum þarf að huga vel að öllum þáttum áður en gripið er til ákvarðana og skyndiákvarðanir eru ekki líklegar til að skila góðum árangri. Svona ákvarðanir í pólitík eru þó ekki nýjar af nálinni og voru hér áður fyrr kallaðar pennastriksákvarðanir. Náttúruvernd er afar vandmeðfarið mál og þó flestir viti að náttúruvernd er nauðsynleg þá er ekki sama hvernig að henni er staðið og hvernig hún er síðan framkvæmd. Heimspeki náttúruverndar er flókin og ekki einhlít og kannski er henni ekki skenktur nægur þanki. Í náttúruvernd er meira að segja fólgin alvarleg þversögn og hún hljóðar svona: Verndun náttúru hefur þann tilgang að spara viðkomandi náttúru handa óbornum kynslóðum til þess að njóta hennar. Þetta felur í sér, að ef við nútímafólk njótum hennar þá spillist hún og verður ekki söm í framtíðinni. Þetta felur líka í sér, að þegar hinar óbornu kynslóðir sem náttúran var friðuð handa, taka sig til og fara að njóta hennar þá spillist hún og verður ekki lengur söm. Friðunin ber þannig aldrei einfaldan tilætlaðan árangur. Það er í raun alls ekki hægt að friða náttúruna með þeim árangri sem til er ætlast.Tilgangurinn virðist óskýr Það ætti að vera ljóst að ég er ekki sérlega hlynntur umræddri friðlýsingu austur á söndum. Hvers vegna? Í stuttu máli, vegna þess að málin hafa ekki verið skoðuð nægilega vítt og framsætt. Tilgangurinn virðist vera óskýr og er kannski í raun marklaus. Til hvers leiðir þessi friðun? Það er oft búið að ræða náttúrufar og þróun þess á þessum slóðum, bæði almennt og einstaka þætti þess og oftast af miklum vanskilningi á eðli náttúrunnar þarna. Fáir virðast sjá og skilja djúpum skilningi hvað þarna er að gerast, það flókna samspil margra og ólíkra náttúrufarsþátta sem þarna eru virkir, hvernig þetta gerist og til hvers það getur leitt. Og svo eru hliðarsporin. Hvaða áhrif hefur friðlýsingin t.d. á möguleika til mannvirkjagerðar á svæðinu? Verður kannski ekki leyfilegt að aðhafast neitt, þegar að því kemur að bregðast þarf við sjávarrofinu á ströndinni við ós Jökulsár, þegar það ógnar að setja af stað lokaþáttinn í því að rjúfa þetta mjóa haft sem er á milli sjávar og lóns? Verðum við vegna þessarar friðunar að búa við það á næstu áratugum og í fjarlægari framtíð að ekki verði vegasamgöngur og línulagnir á milli Suðurlands og Austurlands vegna þess að ekki má verja eina hugsanlega vegar- og línustæðið fyrir rofi sjávar? Eða verður að afturkalla friðunina og lýsa hana markleysu til þess að geta brugðist við. Ef svo fer þá hverfur traust manna til friðunar á náttúrunni, ekki bara þarna, heldur almennt. Þessi framtíðarsýn er ekki langsótt ímyndun, heldur er þetta óhjákvæmileg uppákoma í náinni framtíð. Nær hefði ráðherrum líklega verið að taka þetta varnarmál á dagskrá núna heldur en að rikka þess í stað upp óþarfri pennastriksskyndiráðstöfun fyrir svæðið, sem alls ekki mun hafa nein áhrif á þjóðnauðsynlega landnýtingu á svæðinu en setur hins vegar varnir vegar og lagna í uppnám. Að því viðkvæma máli verður nánar vikið í næsta hluta greinarinnar.Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur friðlýst Jökulsárlón. Engin vitræn umræða hefur farið fram um málið og daginn eftir lýsir ráðherrann því yfir opinberlega að flokkur hans þurfi að gera meira en tala minna. Þegar öllu er á botninn hvolft gerði flokkur hans kannski betur með því gera minna en hugsa meira. Ég tek fram til að forða misskilningi að ég er sjálfur náttúruverndarsinni og einlægur unnandi allrar náttúru, einkum óspilltrar. Ég veit að það þarf að taka traustar ákvarðanir í náttúruverndarmálum þegar slíkar eru teknar, ákvarðanir sem eru ekki byggðar á skammsýni eða óskhyggju einstaklinga, ákvarðanir sem sjá fram í tímann, ákvarðanir sem skila tilætluðum árangri, en eru ekki lína í upptalningaskrá ráðherra í friðunarmálum eða viðleitni hans til þess eins að gera meira. Jökulsárlón og Breiðamerkurjökull eru náttúrufyrirbæri í afar örri náttúrufarslegri þróun og friðlýsing á slíkum stöðum er vandasamari en ella. Í slíkum málum þarf að huga vel að öllum þáttum áður en gripið er til ákvarðana og skyndiákvarðanir eru ekki líklegar til að skila góðum árangri. Svona ákvarðanir í pólitík eru þó ekki nýjar af nálinni og voru hér áður fyrr kallaðar pennastriksákvarðanir. Náttúruvernd er afar vandmeðfarið mál og þó flestir viti að náttúruvernd er nauðsynleg þá er ekki sama hvernig að henni er staðið og hvernig hún er síðan framkvæmd. Heimspeki náttúruverndar er flókin og ekki einhlít og kannski er henni ekki skenktur nægur þanki. Í náttúruvernd er meira að segja fólgin alvarleg þversögn og hún hljóðar svona: Verndun náttúru hefur þann tilgang að spara viðkomandi náttúru handa óbornum kynslóðum til þess að njóta hennar. Þetta felur í sér, að ef við nútímafólk njótum hennar þá spillist hún og verður ekki söm í framtíðinni. Þetta felur líka í sér, að þegar hinar óbornu kynslóðir sem náttúran var friðuð handa, taka sig til og fara að njóta hennar þá spillist hún og verður ekki lengur söm. Friðunin ber þannig aldrei einfaldan tilætlaðan árangur. Það er í raun alls ekki hægt að friða náttúruna með þeim árangri sem til er ætlast.Tilgangurinn virðist óskýr Það ætti að vera ljóst að ég er ekki sérlega hlynntur umræddri friðlýsingu austur á söndum. Hvers vegna? Í stuttu máli, vegna þess að málin hafa ekki verið skoðuð nægilega vítt og framsætt. Tilgangurinn virðist vera óskýr og er kannski í raun marklaus. Til hvers leiðir þessi friðun? Það er oft búið að ræða náttúrufar og þróun þess á þessum slóðum, bæði almennt og einstaka þætti þess og oftast af miklum vanskilningi á eðli náttúrunnar þarna. Fáir virðast sjá og skilja djúpum skilningi hvað þarna er að gerast, það flókna samspil margra og ólíkra náttúrufarsþátta sem þarna eru virkir, hvernig þetta gerist og til hvers það getur leitt. Og svo eru hliðarsporin. Hvaða áhrif hefur friðlýsingin t.d. á möguleika til mannvirkjagerðar á svæðinu? Verður kannski ekki leyfilegt að aðhafast neitt, þegar að því kemur að bregðast þarf við sjávarrofinu á ströndinni við ós Jökulsár, þegar það ógnar að setja af stað lokaþáttinn í því að rjúfa þetta mjóa haft sem er á milli sjávar og lóns? Verðum við vegna þessarar friðunar að búa við það á næstu áratugum og í fjarlægari framtíð að ekki verði vegasamgöngur og línulagnir á milli Suðurlands og Austurlands vegna þess að ekki má verja eina hugsanlega vegar- og línustæðið fyrir rofi sjávar? Eða verður að afturkalla friðunina og lýsa hana markleysu til þess að geta brugðist við. Ef svo fer þá hverfur traust manna til friðunar á náttúrunni, ekki bara þarna, heldur almennt. Þessi framtíðarsýn er ekki langsótt ímyndun, heldur er þetta óhjákvæmileg uppákoma í náinni framtíð. Nær hefði ráðherrum líklega verið að taka þetta varnarmál á dagskrá núna heldur en að rikka þess í stað upp óþarfri pennastriksskyndiráðstöfun fyrir svæðið, sem alls ekki mun hafa nein áhrif á þjóðnauðsynlega landnýtingu á svæðinu en setur hins vegar varnir vegar og lagna í uppnám. Að því viðkvæma máli verður nánar vikið í næsta hluta greinarinnar.Höfundur er jarðfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar