Hamilton: Mercedes vélin er greinilega betri en Ferrari vélin Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. september 2017 15:45 Lewis Hamilton tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom sér fram fyrir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna í dag i fyrsta skipti á timabilinu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég elska ástríðuna fyrir Formúlu 1 hérna á Ítalíu. Liðið stóð sig vel í dag. Mercedes vélin er greinilega betri en Ferrari vélin, það sýndi sig hér um helgina. Ég held að munurinn á Mercedes og Ferrari sé aðallega liðið og samvinna þess,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Hann varð með sigrinum fyrstur til að vinna tvær keppnir í röð á tímabilinu. „Ræsingin var flókin enda lítið grip. Bíllinn var svo öflugur í dag að það var gott að taka fram úr og ekkert drama hjá mér í dag,“ sagði Valtteri Bottas á Mercedes sem varð annar. „Þetta var skemmtileg byrjun, ég átti slaka ræsingu og spólaði mikið. Við vorum ekki með sama hraða og Mercedes í dag en það var gaman að vinna sig upp listann,“ sagði Vettel sem var einkar vel tekið á verðlaunapallinum. Enda Tifosi, aðdáendur Ferrari liðsins á svæðinu. „Ég var að nálgast verðlaunapall og sótti hratt að Sebastian undir lokin. Það vantaði bara ögn upp á. Ég skal gefa Raikkonen mikið í þessu hann ók sanngjarnan akstur. Ég var mjög glaður að ná þeim framúrakstri. Við munum hringa alla í Singapúr,“ sagði Daniel Ricciardo í léttum tón. Hann ræsti 18. en endaði fjórði á Red Bull bílnum í dag. Hann átti einnig hraðasta hring dagsins.Verstappen og Massa í baráttu á Monza brautinni.Vísir/Getty„Keppnin mín var búin frekar snemma. Mér finnst þetta ekki hafa verið eittvað atvik með Kevin Magnussen. Vonandi getum við barist um verðlaunapall í Singapúr,“ sagði Max Verstappen sem varð tíundi á Red Bull bílnum í dag. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Bilið í Vettel, 36 sekúndur er ótrúlegt. Liðið er í toppformi þessa dagana. Við erum með fljótasta liðið á heildina litið,“ sagði Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins. „Ég var að vona að Lewis myndi eiga betri ræsingu svo ég gæti einbeitt mér að því að halda öðru sætinu. Það var því miður ekki þannig. Þar að auki kom þjónustuhléð sér ekki að góðu. Það var tvöfalt lengra en venjulega. Lewis hefur verið stressaður að ræsa við hliðina á mér í dag,“ sagði Lance Stroll í léttum tón sem varð sjöundi í dag á Williams bílnum. „Við Sergio snertumst í fyrstu beygju og svo snertumst við Max seinna og svo rákumst við liðsfélagarnir saman en þar gerðist ekkert svo það er í góðu lagi,“ sagði Felipe Massa sem varð áttundi í dag á Williams bílnum. Formúla Tengdar fréttir Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. september 2017 23:00 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 3. september 2017 13:21 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom sér fram fyrir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna í dag i fyrsta skipti á timabilinu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég elska ástríðuna fyrir Formúlu 1 hérna á Ítalíu. Liðið stóð sig vel í dag. Mercedes vélin er greinilega betri en Ferrari vélin, það sýndi sig hér um helgina. Ég held að munurinn á Mercedes og Ferrari sé aðallega liðið og samvinna þess,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Hann varð með sigrinum fyrstur til að vinna tvær keppnir í röð á tímabilinu. „Ræsingin var flókin enda lítið grip. Bíllinn var svo öflugur í dag að það var gott að taka fram úr og ekkert drama hjá mér í dag,“ sagði Valtteri Bottas á Mercedes sem varð annar. „Þetta var skemmtileg byrjun, ég átti slaka ræsingu og spólaði mikið. Við vorum ekki með sama hraða og Mercedes í dag en það var gaman að vinna sig upp listann,“ sagði Vettel sem var einkar vel tekið á verðlaunapallinum. Enda Tifosi, aðdáendur Ferrari liðsins á svæðinu. „Ég var að nálgast verðlaunapall og sótti hratt að Sebastian undir lokin. Það vantaði bara ögn upp á. Ég skal gefa Raikkonen mikið í þessu hann ók sanngjarnan akstur. Ég var mjög glaður að ná þeim framúrakstri. Við munum hringa alla í Singapúr,“ sagði Daniel Ricciardo í léttum tón. Hann ræsti 18. en endaði fjórði á Red Bull bílnum í dag. Hann átti einnig hraðasta hring dagsins.Verstappen og Massa í baráttu á Monza brautinni.Vísir/Getty„Keppnin mín var búin frekar snemma. Mér finnst þetta ekki hafa verið eittvað atvik með Kevin Magnussen. Vonandi getum við barist um verðlaunapall í Singapúr,“ sagði Max Verstappen sem varð tíundi á Red Bull bílnum í dag. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Bilið í Vettel, 36 sekúndur er ótrúlegt. Liðið er í toppformi þessa dagana. Við erum með fljótasta liðið á heildina litið,“ sagði Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins. „Ég var að vona að Lewis myndi eiga betri ræsingu svo ég gæti einbeitt mér að því að halda öðru sætinu. Það var því miður ekki þannig. Þar að auki kom þjónustuhléð sér ekki að góðu. Það var tvöfalt lengra en venjulega. Lewis hefur verið stressaður að ræsa við hliðina á mér í dag,“ sagði Lance Stroll í léttum tón sem varð sjöundi í dag á Williams bílnum. „Við Sergio snertumst í fyrstu beygju og svo snertumst við Max seinna og svo rákumst við liðsfélagarnir saman en þar gerðist ekkert svo það er í góðu lagi,“ sagði Felipe Massa sem varð áttundi í dag á Williams bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. september 2017 23:00 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 3. september 2017 13:21 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Vettel: Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur í dag Lewis Hamilton náði sínum 69. ráspól á Formúlu1 ferlinum í dag í erfiðum aðstæðum á Monza brautinni á Ítalíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 2. september 2017 23:00
Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 3. september 2017 13:21